VOX - Þriggja rétta seðill að hætti kokksins
Handhafa gjafabréfsins er boðið í glæsilega þriggja rétta máltíð fyrir tvo að hætti matreiðslumeistara VOX.
VOX Restaurant er glæsilegur veitingastaður með úrval litríkra rétta. Áherslan er á fallegar máltíðir úr nærtæku norrænu hráefni og umhverfi. Við erum í góðu sambandi við íslenska bændur og aðra er sjá um að útvega okkur ferskt gæðahráefni. Kraumandi metnaður matreiðslumeistaranna ljær réttunum heimsborgaralegt yfirbragð, en útfærslan er frumleg og þjónustan fagleg og persónuleg.
