Fara í efni
Heim

Fundir & viðburðir | Flúðir

Fundað í friði og ró á Flúðum

Hótel Flúðir er frábær staður fyrir fundi, ráðstefnur og kynningar. Aðeins tekur um klukkustund að aka út úr höfuðborginni yfir í hið friðsæla og einstaklega fallega landbúnaðarhérað þar sem hótelið er vel staðsett.

Fundaraðstaðan rúmar allt að 80 manns, nýr og glæsilegur fundar- og ráðstefnusalur hefur verið tekinn í notkun og er hann útbúinn fullkomnustu tækjum. Fyrir utan hann er hægt að koma um 320 fundargestum fyrir bæði á og við hótelið.  

Fundaraðstaðan er tæknilega vel útbúin. Skjávarpi með geislabendli, CD/DVD spilari, hljóðkerfi, hljóðnemi, VHS spilari og flettitafla eru á meðal þess sem við getum boði upp á til að þjónusta þig. Við útbúum svo salinn eftir þínum óskum. Við bjóðumst jafnframt til að sjá um veitingar fyrir fundar- og ráðstefnugesti.  

Pantanir og frekari upplýsingar í síma 486 6630 eða á netfangið fludir(hjá)icehotels.is

Flúðir

 

Berjaya Flúðir hótel

Dagfundarpakkar

Hálfur dagur

  • Kaffi, te og ávaxtasafi
  • Morgun- eða síðdegishressing

Heill dagur

  • Kaffi, te og ávaxtasafi
  • Morgunhressing
  • Tveggja rétta matseðill
  • Síðdegishressing

Verð

  • Hálfur dagur kr. 2.400,- á mann
  • Hálfur dagur kr. 6.300,- á mann með tveggja rétta matseðli
  • Heill dagur kr. 3.400,- á mann
  • Heill dagur kr. 6.900,- á mann með tveggja rétta matseðli

 

Árshátíðir og hvers konar veislur

Við á  Hótel Flúðum tökum að okkur að sjá um veislur af ýmsu tagi. Hvort sem um ræðir árshátíðir, fermingar, brúðkaup utan sumartíma, afmæli eða annars konar boð erum við með fyrirtaks veislusali og glæsilegar veitingar fyrir tilefnið fyrir veislu með allt að 80 sitjandi gestum.

Við sérsníðum veisluna að þínum þörfum og aðstoðum við að útbúa viðeigandi matseðil. Möguleiki er að fá göngutúr og leiðsögn um svæðið.

Við sjáum um brúðkaupsveislur, utan háannatíma á sumrin, en á sumrin bjóðum við uppá að sjá um veitingarnar í veisluna.                                                         

Upplýsingar um árshátíðarmatseðla, verð og afþreyingu fást í síma 486 6630 og hjá fludir(hjá)icehotels.is

Berjaya Flúðir hótel