Fara í efni
Heim

Fjallgöngur á austfjörðum

Fjallgöngur á austfjörðum - Snæfell og Skúmahöttur

Berjaya Hérað Hotel og ferðaþjónustan Wild Boys bjóða upp á gönguhelgi á tvö af fegurstu fjöllum Austfjarða.

Innifalið í pakka:

  • Gisting í þrjár nætur ásamt morgunverði 
  • Þriggja rétta kvöldverður á laugardagskvöldi á Lyng Restaurant
  • Nestispakki fyrir tvo daga
  • Fjallganga með leiðsögn
  • Rútuferð að upphafsstað göngu

Ferðin verður 29. september -2. október

Verð fyrir tvo í tveggja manna herbergi: 155.400 kr. (77.700 kr. á mann)
Verð fyrir einn í eins manns herbergi: 101.400 kr

Staðfestingargjald er 25.000 sem innheimtist við bókun og er óendurgreiðanlegt
Afbóka þarf með minnst 7 daga fyrirvara.

BÓKA NÚNA

Snæfell er hæsta fjall utan jökla á Íslandi, 1833 m á hæð. Það er svipmikið og áberandi og sést víða að.
Sérstaklega er tilkomumikið að sjá það bera við himin frá Fljótsdalshéraði.
Óhætt er að fullyrða að toppur Snæfells sé einn allra besti útsýnisstaður landsins þegar skyggni er gott.
Sést þá yfir hálft landið. Ganga á Snæfell er á færi flestra sem eru í sæmilegri þjálfun.
Rétt er að benda á að hluti göngunnar er gengin á snjó og mikilvægt að hafa meðferðis brodda, öxi og göngustafi.

Skúmhöttur í Skriðdal (1.228m) er næst hæsta fjall við Austfirðina, litskrúðugt og skemmtilegt fjall til göngu.
Eins og nafnið gefur til kynna leika oft ský við topp fjallsins sem gefa þvi ákveðna dulúð. Leiðin á fjallið er mjög góð og alls ekki erfið þó að hækkun í heildina sé allnokkur.
Í góðu veðri er útsýnið stórkostlegt, þaðan sést til Herðubreiðar í vestri og Snæfells örlítið sunnar.
Fallegur líparíthryggur er á leiðinni og á haustin skartar gönguleiðin afar fögrum haustlitum.

Nánari upplýsingar um gönguna veita Wild Boys á netfangið wildboys@wildboys.is
Nánari upplýsingar um gistingu, veitingar og önnur hótel-tengd mál veitir gestamóttakan á netfangið herad@icehotels.is og í síma 471-1500 .

Hótel

Deila þessu tilboði

Fleiri tilboð