Hreinlega betri dvöl

Hrein upplifun
Berjaya Iceland Hotel hafa ávallt lagt lykiláherslu á fyrsta flokks hreinlæti á öllum okkar hótelum og veitingastöðum. Kórónaveiran er og verður óboðinn gestur í húsakynnum okkar, og til að fyrirbyggja að hún tékki sig inn þá fylgja allir okkar starfsmenn nýjum stöðlum í þrifum og umgengni við gesti.
Við hreinlega:
- Tryggjum sótthreinsun á helstu snertiflötum herbergja eftir hverja dvöl.
- Leggjum áherslu á lágmarks snertingu við inn- og útritun.
- Höfum sett upp sótthreinsistöðvar með handspritti og sótthreinsiklútum til taks fyrir gesti og gangandi í alrýmum.
- Við virðum 2 metra reglu þar sem því er viðkomið eða notum andlitsgrímur.
- Fjöldatakmörkun 100 manns í sameiginlegum rýmum, börn undanskilin.
- Bjóðum hreina og beina veitingaþjónustu.
- Erum með virkt gæðaeftirlit og fyrirmyndar þjálfun allra starfsmanna á nýjum verkferlum.
Þú þrífst vel hjá okkur
Gestaherbergin fá hreinlega einstaklega mikla athygli frá okkur. Við hverja dvöl eru eftirfarandi snertifletir djúphreinsaðir á öllum okkar herbergjum.
- Lampar, ljós, rofar og fjarstýringar
- Handföng og húnar á hurðum, skápum og skúffum
- Öll hreinlætistæki, sápuhaldarar og hárblásarar
- Símar og fjarstýringar
- Allt lín – lök, koddar og sængurver
- Borð og stólar
- Straujárn, ísskápar og öryggishólf
Við erum öll almannavarnir og bendum gestum góðfúslega á að kynna sér samfélagssáttmála Almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra og Embættis landlæknis.


Hreint & Öruggt
Berjaya Iceland Hotel taka einnig þátt í verkefni Ferðamálastofu sem byggir á erlendri fyrirmynd og ber heitið Hreint og öruggt / Clean & Safe. Verkefninu er ætlað að hjálpa ferðaþjónustuaðilum að taka á ábyrgan hátt á móti viðskiptavinum sínum þannig að þeir upplifi sig örugga um leið og þeir skapa góðar minningar.
Loforð til viðskiptavina
- Við fylgjum tilmælum yfirvalda og förum eftir gildandi sóttvarnareglum.
- Við leggjum mikla áherslu á þrif og sóttvarnir og förum eftir leiðbeiningum Landlæknisembættisins.
- Við þrífum sameiginlega snertifleti vel og reglulega og vöndum öll þrif.
- Við upplýsum og þjálfum starfsfólk reglulega um auknar áherslur á þrif og sóttvarnir.
- Við upplýsum og leiðbeinum viðskiptavinum um áherslur okkar á þrif og sóttvarnir.
- Við leggjum mikla áherslu á einstaklingsbundnar sóttvarnir; handþvott, notkun á handspritti, grímu og hönskum.
- Við hugum vel að nándarmörkum.
- Við notum snertilausar lausnir eins og kostur er.
- Við hvetjum viðskiptavini til að huga vel að persónulegu hreinlæti og sóttvörnum.
Verkefnið hefur verið samþykkt af heilbrigðiseftirlitum sveitarfélaganna og World Travel and Tourism Council.