Fara í efni
Heim
Velkomin á

Reykjavík Konsúlat hótel

Reykjavík Konsúlat Hótel er nú opið á ný og býður gesti velkomna

Hágæða hótel með sögulega skírskotun

Reykjavík Konsúlat hótel er hágæða hótel í hjarta miðborgarinnar. Það er hluti af Curio Collection by Hilton, alþjóðlegri keðju einstakra hótela með sögulega skírskotun. 

Reykjavík Konsúlat hótel stendur á sama stað og Thomsens Magasín stóð í Hafnarstræti en í upphafi síðustu aldar setti Ditlev Thomsen, konsúll, kaupmaður og ferðamálafrumkvöðull, sterkan svip á miðbæ Reykjavíkur með atorku sinni og umsvifum fjölskyldufyrirtækisins. Gestrisni hans, framsýni og alþjóðleg hugsun var annáluð. Í anda konsúlsins búum við þar vel að ferðalöngum og bjóðum þá velkomna til Reykjavíkur.

Skoða Reykjavík Konsúlat hótel 

Veitingastaður

Léttir barbitar eru í boði frá 15 - 21

Bar

Reykjavík Konsúlat Bar býður upp á skemmtilega kokteila, sérvalin vín og bjór.

Herbergisþjónusta

Njóttu lífsins aðeins betur með herbergisþjónustu.

Aðgengi fyrir fatlaða

Í boði eru herbergi með aðgengi fyrir fatlaða

Heitur pottur

Slakaðu á í heita pottinum eða gufu í baðhúsinu okkar.

Líkamsræktaraðstaða

Stundaðu líkamsrækt í öðruvísi umhverfi hvenær sem þér hentar.

Grænt hótel

Hótelið starfar eftir alþjóðlegum staðli um umhverfisstjórnun, ISO 14001

Njóttu dvalarinnar

Njóttu dvalarinnar

Baðhúsið

Nýttu þér einstaka baðaðstöðu hótelsins og hvíldu þig að hætti hússins. Við erum með gufubað, heitan pott og huggulega setuaðstöðu á neðstu hæð hótelsins.

Ræktin

Líkamsræktaraðstaða hótelsins er opin allan sólarhringinn og er búin öllum helstu tækjum.

Konsúlat Bar

Reykjavík Konsúlat Bar býður upp á ljúffenga kokteila, úrvals vín og bjór og bar bitarnir okkar pass fullkomlega við þann drykk sem þig þyrstir í. 

Opnunartímar
Alla daga  15:00 - 23:00
Happy Hour alla daga  16:00 - 18:00 (Bjór og léttvín)

Skemmtilegt að skoða

Alþingi

250 m / 3 mín ganga

Alþingishúsið var reist 1881 úr höggnu íslensku grágrýti.

Hallgrímskirkja

1 km / 10 mín ganga

...er einn vinsælasti viðkomustaður erlendra og innlendra ferðamanna á Íslandi. Útsýnið er óviðjafnanlegt.

Harpa

450 m / 6 mín ganga

Tónlistar- og menningarhús er í göngufjarlægð frá hótelinu. 

Þúfa

1,4 km / 15 mín ganga

Er skemmtilegt listaverk eftir Ólöfu Nordal út á Norðurgranda.