Fara í efni

Fundir & viðburðir

 

Ráðstefnur, fundir og veislur

Fjölbreyttir stærðarmöguleikar á sölum og fjöldi fundarsala gerir Hilton Reykjavík Nordica að góðum kosti fyrir hverskyns viðburði, jafnt stóra sem smáa. Með og án streymis.  Sérþjálfað starfsfólk Hilton Reykjavík Nordica aðstoðar fundar- og ráðstefnugesti frá kl. 08:00-20:00 alla virka daga. Hér er allt á einum stað.

  • Allt að 640 manns í sæti og um 1200 manns í móttöku
  • Næg bílastæði
  • Gisting í hæsta gæðaflokki
  • Kokkarnir á VOX galdra fram veitingar eftir óskum viðskiptavina
  • Tæknibúnaður og þjónusta sem uppfyllir helstu kröfur
  • Kjörið að slaka á í Hilton Reykjavík SPA eftir fund
  • Sérsniðin þjónusta að hverjum og einum
  • VOX Club
  • VOX Home

    Allar nánari upplýsingar og tilboðsbeiðnir í síma 444 5253 eða í tölvupósti á meetings(hja)icehotels.is. Sendið inn fyrirspurn hér
placeholder
placeholder

Breyttir tímar kalla á breyttar lausnir

Nú er boðið upp á svokallaða „hybrid“ eða blandaða fundi og ráðstefnur þar sem þátttakendur eru að hluta á staðnum og reglum um fjöldatakmörk og fjarlægð er framfylgt, og að hluti tengist viðburðinum í gegnum streymi, allt eftir umfangi ráðstefnunnar eða fundar.

Þannig geta funda- og ráðstefnuhaldarar haft tvo kosti fyrir sama viðburðinn. Þegar um stærri og flóknari viðburði er að ræða getum við boðið upp á rafrænt svæði fyrir sýnendur, málstofur og fleira og fleira.

Svona lausnir eru einnig hvetjandi til þátttöku og gerir fólki búsettu úti á landi eða erlendis hægara um vik að taka þátt. Eins sparast mikill tími og peningar til að mynda tengdu vinnutapi og ferðalögum þegar farið er á viðburð í Reykjavík.

Það er ljóst af reynslu okkar í viðburðaskipulagninu að undanförnu að svona lausnir eru komnar til að vera.

Fyrir nánari upplýsingar hafið samband við Viðburða- og ráðstefnuteymi Hilton Reykjavik Nordica: meetings@icehotels.is

 

Fermingarveislur

Í gegnum árin hefur Hilton Reykjavík Nordica verið vinsæll staður fyrir fermingaveislur. Með fagfólk í hverju rúmi sem sérsníðir þjónustuna að þörfum hvers og eins, verður fermingarveislan að ljúfri minningu fyrir fermingarbarnið og aðstandendur þess.

  • Fjölbreyttir matseðlar - brunch, kaffihlaðborð, steikarveisla og „stuðborð“
  • Hentar vel fyrir stórar sem smáar fermingaveislur
  • Kokkarnir á Vox galdra fram veislumat sem leikur við bragðlaukana - allt eldað á staðnum
  • Tæknileg þjónusta - endalausir möguleikar
  • Sérsniðin þjónusta að hverjum og einum

 

 

placeholder

 

placeholder

Brúðkaup á Hilton Reykjavík Nordica

Á Hilton Reykjavík Nordica má finna aðstöðu og framúrskarandi þjónustu fyrir brúðkaupsveislur af öllu tagi. Með fagfólk í hverju rúmi er brúðkaupsveislan í öruggum og traustum höndum.

  • Veislusalir og aðstaða sem hentar vel fyrir brúðkaupsveislur
  • Ógleymanleg brúðkaupsnótt í glæsilegu gestaherbergi
  • Afslöppun í Hilton Reykjavík Spa
  • Kokkarnir á Vox Restaurant galdra fram veislumat sem leikur við bragðlaukana
  • Sérsniðin þjónusta að þörfum ólíkra viðskiptavina
  • Eftirminnileg stund á frábærum stað

Allar nánari upplýsingar og tilboðsbeiðnir í síma 444 5253 eða í tölvupósti á meetings(hja)icehotels.is.

 

 

Árshátíðir

Árshátíðir á Hilton Reykjavík Nordica

Þegar kemur að árshátíðum býður Hilton Reykjavík Nordica upp á framúrskarandi þjónustu og frábæra aðstöðu sem gerir allar árshátíðir að einstakri upplifun. Þjónustan og aðstaðan er sérsniðin að þörfum og óskum viðskiptavinarins þannig að úr verður glæsilegur og eftirminnilegur viðburður. Á Hilton er allt á einum stað.

  • Veislusalir sem henta fyrir stóra og smáa hópa
  • Gisting í hæsta gæðaflokki
  • Afslöppun í Hilton Reykjavík Spa
  • Kokkarnir á VOX Restaurant galdra fram veislumat sem leikur við bragðlaukana - allt eldað á staðnum
  • Framúrskarandi þjónusta alla leið
  • Tæknileg þjónusta - endalausir möguleikar
  • Aðstaða fyrir hljómsveitir og plötusnúða

Allar nánari upplýsingar og tilboðsbeiðnir í síma 444 5253 eða í tölvupósti á meetings(hjá)icehotels.is

 

placeholder