Fara í efni
Velkomin á

Hérað

Sveitakyrrð og vinaleg þjónusta



Undir hreindýrsfeldi 

Á Berjaya Hérað Hotel nýtur þú sveitakyrrðarinnar til hins ítrasta þótt öll þjónusta sé einnig á staðnum. Þú horfir á spakar kýr rölta um úti fyrir og þú finnur hvernig andrúmsloftið er viðkunnalegt og þjónustan fagleg og vinaleg. Óteljandi útivistarmöguleikar heilla þig og hvort sem þú ferð í fjallgöngu, veiði eða fuglaskoðun er víst að náttúran og umhverfið er bæði spennandi og skemmtilegt. Að loknum góðum degi færð þú þér kvöldverð á glæsilegum veitingastað hótelsins, Lyng Restaurant, framreitt með öðrum heimagerðum kræsingum úr hráefni heimahaganna og á svölum hótelbarsins getur þú orðið vitni að einstöku sólarlagi.

Við erum vel tengd.
Njóttu matar úr Héraði.
Við erum græn í gegn og störfum eftir aþjóðlegum umhverfisstaðli, ISO 14001
Hleðslustöð fyrir rafbíla fyrir framan hótelið.
Næg bílastæði
Barbitar og drykkir á bar hótelsins
  • 60 hótelherbergi
  • Tveir framúrskarandi fundarsalir
  • Brunch á sunnudögum (september - maí)

Njóttu dvalarinnar

Njóttu dvalarinnar

Barinn

Hafðu það notalegt á barnum okkar og njóttu góðra veitinga.

Barinn er opinn:
Sunnudaga - fimmtudaga frá 11:30 - 23:00
Föstudaga og laugardaga frá 11:30 - 01:00

Happy Hour er alla daga á milli 16:00 og 19:00

Viðburðir

Egilsstaðir er góður kostur fyrir þá sem vilja funda í fáguðu umhverfi fjarri ys og þys borgarinnar. Í boði er glæsileg aðstaða til fundahalda og einkaviðburða.

Lyng restaurant

Velkomin á Lyng restaurant þar sem lögð er einstök áhersla á hráefni úr heimahaga.
Hafðu það ljúffengt á Lyng. 

 

Áhugaverðir staðir

Sundlaug Egilsstaða

1 km / 12 mín ganga / 3 mín akstur

...býður upp á 25 m langa laug, heita potta, barnalaug og rennibraut. 

Vök Baths

5 km / 7 mín akstur

... eru heitar náttúrulaugar við Urriðavatn. Upplifðu beina snertingu við náttúruna og nærðu líkama og sál. 

35 km / 30 mín akstur

Hengifoss er þriðji hæsti foss landsins og eitt af þekktustu kennileitum Austurlands. Hann er 128 m hár en vatnsmagn hans er hins vegar fremur lítið.

Hús Handanna

60 m / 2 mín ganga

... er umhverfisvæn lífstílsverslun sem velur af kostgæfni vöru sem er góð fyrir fólk & umhverfi.

Fardagafoss

5 km/ 7 mín akstur

er rétt utan við Egilsstaði á leið til Seyðisfjarðar. Falleg gönguleið er upp að fossinum

Hallormsstaðaskógur

22 km / 18 mín akstur

er talinn stærstur skóga á Íslandi og er að mestu náttúrulegur birkiskógur. Fallegt útivistarsvæði og fjöldi merktra gönguleiða.

Hótel tilboð

Hótel tilboð

Ljúffeng dvöl á Héraði

  • Gisting
  • Morgunverður
  • 3 rétta kvöldverður á Lyng restaurant
  • Aðgangur í VÖK Baths
1/3
Hótel tilboð

Norðurljósatilboð

  • Bókanlegt frá 1.október
  • Gistu eina nótt og sparaðu 15%
  • Gistu tvær nætur eða lengur og sparaðu 20%
  • Óendurgreiðanlegt
2/3
Hótel tilboð

Aðventan á landsbyggðinni

  • Gisting
  • Morgunverður
  • Dýrindis jólahlaðborð
  • Aukanótt á tilboði
3/3