Hótelið
Náðum við athygli þinni?
Við á Reykjavík Marina hótelinu viljum skera okkur úr með því að vera skemmtilega öðruvísi. Hjá okkur er alltaf eitthvað nýtt og ferskt í boði hvort sem vísað er til veitinga, skemmtunar eða þess að sofa vært í fallega hönnuðum herbergjum. Hönnunin á hótelinu ber þess vel merki ásamt andrúmsloftinu sem við einsetjum okkur að skapa, en það er í senn frjálslegt, fínt og fjölþjóðlegt. Við viljum fyrst og fremst hafa gaman með gestum okkar og gangandi og elskum að prófa eitthvað nýtt og taka þátt í skemmtilegum uppákomum
Snertu skip í slipp
Reykjavík Marina stendur við slippinn við gömlu höfnina og er með einstakt útsýni, annars vegar yfir hafið og hins vegar yfir Vesturbæinn. Slippurinn er frábær staðsetning fyrir hótel, steinsnar frá iðandi mannlífi miðborgarinnar og Grandagarði, á einum besta útsýnisstað Reykjavíkur.
Græn í gegn
Megin aðdráttarafl Íslands er hrein og ósnortin náttúra. Berjaya Icelanda Hotels gera sér grein fyrir ábyrgð sinni gagnvart umhverfinu og starfa eftir alþjóðlegum staðli um umhverfisstjórnun, ISO 14001. Reykjavík Natura fékk þá vottun í júní 2012, fyrst hótela á Íslandi. Berjaya Iceland Hotels vinna stöðugt að umbótum í umhverfismálum án þess að það komi niður á þjónustu við gesti.
Markmið í umhverfismálum:
- Fara vel með auðlindir, draga úr úrgangi og auka endurvinnslu
- Velja vörur og þjónustu með tilliti til umhverfisins
- Leggja áherslu á að nota íslenskt hráefni og aðföng
- Fylgja lögum og reglugerðum umhverfismál og fara lengra þar sem við á
- Upplýsa gesti um hvernig þeir geti tekið þátt með okkur
- Fræða starfsfólk og þjónustuaðila um umhverfismál
Íslensk hönnun á Reykjavík Marina
Herbergi og alrými Reykjavík Marina eru prýdd íslenskri hönnun á áhugaverðan hátt. Um er að ræða ýmsar herbergjagerðir á fjórum hæðum.
Það er gleðjandi fyrir augað að ganga um á Reykjavík Marina og skoða hótelið sem vekur jafnan áhuga og ánægju gesta. Litrík hönnun hússins endurspeglar fjölbreytta starfsemi þess á árum áður, sem meðal annars hýsti eina elstu málningarverksmiðju Reykjavíkur. Eldri munum úr nærumhverfi slippsins er blandað saman gamalt íslenskt handverk og áhugaverðar nýjungar. Öll húsgögn og innréttingar eru sérsmíðaðar á Íslandi. Einstaklega fjölbreytt úrval herbergjategunda tryggir rýmir fyrir stóra sem smáa, marga sem fáa. Herbergin á Reykjavík Marina eru fullbúin öllum helstu þægindum fyrsta flokks hótels og eru svítur hótelsins eftirsóttur valkostur meðal innlendra og erlendra gesta.
Reykjavik Marina Residence
Reykjavik Marina Residence er í tveimur húsum við hlið aðalbyggingar Reykjavík Marina, við vesturenda hússins. Á Reykjavik Marina Residence er lögð áhersla á framúrskarandi þjónustu og aukin þægindi. Móttakan er sameiginleg Reykjavík Marina hótelinu og er innangengt á milli hótelanna. Reykjavik Marina Residence er heimilið þitt að heiman.
Forvitnilegur fróðleikur
Í bókastofunni okkar eru hillur smíðaðar úr 1600 trékubbum sem féllu til við endurbætur hótelsins.
220 textaskilti leynast í krókum og kimum með fróðleik og skilaboðum til gesta.