Fara í efni
Heim

Fundir & viðburðir

Fullkominn staður fyrir ólíka viðburði

Berjaya Reykjavík Natura hótel er fullkominn staður fyrir árangursríkar ráðstefnur og fundi. Ráðstefnu- og fundaraðstaða á Reykjavík Natura hentar jafnt fyrir minni fundi og viðburði sem og stærri ráðstefnur, sýningar og kynningar.

Hvort sem um ræðir árshátíðir, afmæli, fermingar eða erfidrykkju bjóðum við uppá alla aðstöðu, veitingar og þjónustu fyrir þinn viðburð á einum stað.

 

Nýlegir ráðstefnusalir og nýr tæknibúnaður

 • Allt að 340 manns í sæti – 500 manns í móttöku
 • 9 mismunandi ráðstefnusalir – óteljandi möguleikar
 • Í öllum sölum er að finna skjávarpa, flettitöflur, blöð og penna
 • Glæsilegur bíósalur sem rúmar 110 gesti í sæti, háskerpu skjávarpi og hljóðkerfi.
 • Fundarherbergið Millilending á þriðju hæð – frábært útsýni yfir flugvöllinn og möguleiki á fjarfundum.
Reykjavík Natura

 

Natura Spa
 • Fundarveitingar af öllum stærðum og gerðum frá Satt Restaurant – allt framreitt á staðnum
 • Létt og gómsætt hádegisverðarhlaðborð eða ljúffengur kvöldverður á Satt Restaurant gerir viðburðinn eftirminnilegan
 • Fundargestir geta dekrað við sig á Natura Spa
 • Ýmsir möguleikar í boði á pallinum fræga
 • Aðstoð við skipulagningu viðburðarins – góð og persónuleg þjónusta
 • Næg bílastæði

Fyrir frekari upplýsingar og pantanir:

Netfang: meetings(at)icehotels.is
Símanúmer: +354 444 4565

Upplýsingar um matseðla

 

Óhefðbundin fundaraðstaða

Það er tilvalið að halda fundi, fordrykki og hvers kyns kynningar í Natura Spa sem er staðsett í kjallara Reykjavík Natura. Rýmið er óhefðbundið og vekur skemmtilega athygli. Gerðu eitthvað öðruvísi og hafðu boðið í þessu aðlaðandi rými.

Skjávarpi er á staðnum og sætarými í sófum og stólum. Veitingastaður hótelsins, Satt Restaurant, sér um fundarveitingar.

Árshátíðir

Þegar kemur að árshátíðum er aðstaðan og þjónustan svo sannarlega til staðar á Reykjavík Natura. Mikil hefð er fyrir slíkum viðburðum á hótelinu og eftir breytingar á veislusölunum er Reykjavík Natura svo sannarlega góður kostur þegar kemur að árshátíðarhaldi. Þá er öll þjónusta til staðar og reynslumikið og þjónustulundað starfsfólk okkar er svo sannarlega tilbúið til þess að aðstoða ólíka viðskiptavini okkar og koma til móts við þarfir þeirra og óskir. Hér er allt á einum stað fyrir vel heppnaða árshátíð, fyrir jafnt stór sem smá fyrirtæki.

placeholder

 

placeholder

Fyrsta flokks aðstaða og fagleg þjónusta

 • Allt að 280 manns í sæti – 450 manns í standandi veislu
 • Tveir veislusalir, Þingsalir og Víkingasalir, sem auðveldlega má minnka og stækka eftir þörfum og óskum viðskiptavina okkar
 • Í öllum sölum er að finna skjávarpa og hljóðkerfi  sem býður upp á ýmsa möguleika
 • Kokkarnir á Satt Restaurant galdra fram ljúffengan veislumatseðil – allt eldað á staðnum.
 • Árshátíðargestir geta gist í þeim fjölmörgu ólíku herbergjum sem hótelið býður upp á og notið aðstöðunar sem er að finna á hótelinu, s.s. Natura Spa, Satt Restaurant o.fl.
 • Ýmsir möguleikar í boði fyrir árshátíðargesti á pallinum fræga
 • Reynslumikið starfsfólk aðstoðar viðskiptavini okkar við undirbúning árshátíðarinnar og sjá til þess að árshátíðarkvöldið sjálft verði eftirminnilegt.

Hafið samband við okkur fyrir frekari upplýsingar og pantanir.

Netfang: meetings(hjá)icehotels.is

Símanúmer: +354 444 4565.