Fara í efni
Heim

Samfélagsleg ábyrgð

Skref í átt að betra samfélagi

Iceland Hotel Collection by Berjaya kappkostar að sýna ábyrgð gagnvart starfsfólki, samfélaginu og umhverfinu. Við höfum samfélagsábyrgð að leiðarljósi í okkar daglegu viðskiptum og starfi og leggjum áherslu á umhverfisvernd, samfélagsþátttöku, styrkveitingar og góðgerðarmál.

Iceland Hotel Collection stígur stolt skrefin í átt að betra samfélagi sem færa okkur nær aukinni sjálfbærni. Með því að sýna samfélagsábyrgð í verki setjum við siðferðisleg viðmið sem bæði gestir og allt okkar starfsfólk verða hluti af.

Samfélagsleg ábyrgð

 

Umhverfismál

Árangur í umhverfismálum

Iceland Hotel Collection by Berjaya hefur verið brautryðjandi í umhverfismálum í íslenskri ferðaþjónustu. Allur rekstur félagsins hefur hlotið alþjóðlega umhverfisvottun. Árið 2015 hófu Berjaya Iceland hótelin að starfa eftir ISO 14001 sem er alþjóðlegur staðall á umhverfisstjórnunarkerfi og er vottaður af þriðja aðila, BSI á Íslandi. Iceland Hotel Collection by Berjaya á og rekur einnig fjögur hótel í samstarfi við Hilton Worldwide sem einnig starfa eftir ISO 14001 sem og ISO 50001 sem er staðall á orkustjórnunarkerfi.

Umhverfisstefna

Megin aðdráttarafl Íslands er hrein og ósnortin náttúra. Félagið gerir sér grein fyrir ábyrgð sinni gagnvart umhverfinu og starfar eftir alþjóðlegum staðli um umhverfisstjórnun, ISO 14001.

Iceland Hotel Collection leggur áherslu á að vinna stöðugt að umbótum í umhverfismálum, þannig tryggjum við gæði vöru okkar og starfsumhverfis til framtíðar.

Markmið í umhverfismálum:

  • Fara vel með auðlindir, draga úr úrgangi og auka endurvinnslu.
  • Velja vörur og þjónustu með tilliti til umhverfisins.
  • Leggja áherslu á að nota íslenskt hráefni og aðföng.
  • Fylgja lögum og reglugerðum er varða umhverfismál og ganga lengra þar sem það á við.
  • Upplýsa gesti um umhverfisstefnu hótelsins og hvernig þeir geti tekið þátt í að fylgja henni.
  • Fræða starfsfólk og þjónustuaðila fyrirtækisins um umhverfismál og hvetja til aukins árangurs á þessu sviði.

Fyrir nánari upplýsingar eða ábendingar í umhverfsmálum má send póst á eco@icehotels.is

 

 

 

Allt er vænt sem vel er grænt

Meginaðdráttarafl Íslands er hrein og ósnortin náttúra.  Við erum stolt af þeim vistvænu nýjungum sem við höfum innleitt, og bjóðum gestum okkar að taka þátt í því verkefni með okkur með margvíslegum hætti.

Græn hótel 

Við vöktum mánaðarlega notkun á rafmagni, vatni og flokkun á sorpi. Við förum vel með rafmagn, t.d. með því að stilla hitastig og slökkva ljós. Við förum sparlega með heita og kalda vatnið, t.d. með því að stilla hita og hvetja gesti okkar til að nota handklæðin sín oftar en einu sinni.

Allur úrgangur er flokkaður eins og hægt er frá eldhúsum, herbergjum og skrifstofum. Spilliefnum er fargað hjá viðeigandi þjónustuaðilum. Notkun hreinsiefna er stillt í hóf og umhverfismerkt efni notuð eins og hægt er. Leitast er við að nota umhverfismerktan pappír og velja umhverfismerktar prentsmiðjur.

Leitast er við að takmarka akstur og flug og haft í huga að kaupa innlendar vörur frekar en erlendar, stunda magnkaup til sparnaðar á umbúðum, fara vel með hráefni og nota lífrænt ef kostur gefst.

Iceland Hotel Collection by Berjaya hefur fengið verðlaun og viðurkenningar fyrir framlög sín til umhverfismála. 

 

Græn hótel

 

Slysavarnarfélagið Landsbjörg

Samstarf við Slysavarnarfélagið Landsbjörg

Við erum einstaklega stolt af öllum þeim sjálfboðaliðum sem manna björgunarsveitir Landsbjargar. Við styrkjum ötult starf þeirra ár hvert, og segjum sögur af fræknum björgunarafrekum þeirra á hótelum innan Berjaya Iceland Hotels keðjunnar.

Berjaya Iceland Hotels hafa gert samkomulag við Slysavarnarfélagið Landsbjörg um að gerast virkur styrktaraðili, en árlega mun fast hlutfall af gistitekjum hjá Berjaya Iceland Hotels renna til samtakanna.

Að styðja við bakið á Slysavarnarfélaginu Landsbjörg er hluti af stefnu Berjaya Iceland Hotels í samfélagsábyrgð. Það skiptir okkur máli að hafa öfluga björgunarsveit til taks þegar á þarf að halda og ekki einungis fyrir Íslendinga heldur ferðamenn sem einnig þurfa reglulega á aðstoð þeirra að halda. Landsbjörg styður þannig ríkulega við ferðaþjónustu á Íslandi og er það ómetanlegt fyrir erlenda ferðmenn að geta stólað á óeigingjarnt starf Landsbjargar. 

Á hverju hóteli keðjunnar eru herbergi eða svíta tileinkuð björgunarafreki sem átt hefur sér stað í landshluta hvers hótels, en í þeim herbergjum er að finna ítarlegur upplýsingar, myndefni og aðra muni tengdum atburðinum. Þannig er sögum af einstökum afrekum íslenskra björgunarsveita um land allt deilt með hótelgestum og þeim jafnframt gefinn kostur á að styrkja þetta góða málefni.

Lesa meira um Slysavarnarfélagið Landsbjörg.

Ferðumst á öruggan hátt

Við viljum að fólk ferðist á öruggan hátt. Hjá Safetravel.is getur þú nálgast upplýsingar um akstur á hálendi Íslands, færð vega, gert ferðaáætlun og margt fleira. Við hvetjum fólk eindregið til að kynna sér síðuna.

 

Samfélagsleg þátttaka

Á hverju ári styrkjum við Krabbameinsfélag Íslands með hluta af söluágóða hinnar svokölluðu Bleiku svítu á Reykjavík Natura hótelinu.  Gestir okkar geta bókað svítu eða uppfært sig og notið enn betri gistingar um leið og þeir gefa til baka til samfélagsins.  Einnig eru veittir ýmis konar styrkir í formi veitinga og fjár til hvers kyns félaga og samtaka. 
Betri dvöl og þú lætur gott af þér leiða

Samfélagsleg þáttaka

 

Menningarlega vitund

Menningarleg vitund

Við gerum margvíslegri list góð skil á öllum okkar hótelum, í góðri samvinnu við íslenska samtímalistamenn, hönnuði, rithöfunda, ljósmyndara og fleiri. Íslensk list auðgar andann, og gleður augað, og veitir erlendum gestum okkar frábæra innsýn í menningarheim okkar og lifnaðarhætti.  Að sjálfsögðu njótum við sem hér störfum þess svo sannarlega líka að starfa í svo lifandi og skapandi umhverfi.

Listaverk: Gáttir eftir Michael Johannsson, staðsett á Mývatni