Fara í efni
Velkomin

Mývatn

Ævintýraleg dvöl í einstakri náttúrufegurð.


Map

Náttúruperlur Norðurlands

Staðsetning Berjaya Mývatn Hotel er frábær og tilvalin dvalarstaður til að skoða Mývatnssveit og nágrenni. Umhverfi hótelsins er afslappað og gott að slaka á og gera vel við sig í mat og drykk, hvort sem þú kýst að endurhlaða batteríin með samferðamönnum eða hvíla þig í þægilegum herbergjum.

Mývatn er einn af þekktustu ferðamannastöðum á Íslandi og stórkostlegur staður. Óviðjafnanleg náttúran hefur heillað jafnt ferðamenn sem og náttúrufræðinga og vísindamenn. Á Mývatnssvæðinu og nágrenni eru margar náttúruperlur sem bjóða upp á einstaka upplifun. Staðir eins og Dimmuborgir, Skútustaðir, Hverfjall og Krafla hafa einstakt aðdráttarafl og hafa heillað bæði innlenda og erlenda ferðamenn í gegnum tíðina.

Mylla Restaurant er fallegur veitingastaður fyrir góðan mat og notalega kvöldstund.
Hlýlegur bar með arineldi þar sem gott er að setjast niður með gott kaffi, vínglas eða kokteil.
Fundarsalur sem hentar mjög vel fyrir minni fundi og kynningar.
Við erum græn í gegn og störfum eftir aþjóðlegum umhverfisstaðli, ISO 14001
Hleðslustöð fyrir rafbíla fyrir framan hótelið
Í boði eru herbergi með aðgengi fyrir fatlaða.

 

  • 59 hótelherbergi
  • Herbergi með hjólastólaaðgengi
  • Frábær staðsetning
  • Veitingastaður og bar
  • Frítt internet
  • Stórbrotin náttúra

Njóttu dvalarinnar

Njóttu dvalarinnar

Mylla Restaurant

Nútíma veitingastaður þar sem boðið er upp á gómsætan mat og drykk í þægilegu andrúmslofti. 
Opnunartímar:
Morgunverður 7:00 - 10:00
Hádegisverður frá kl. 12:00
Bar 16:00 - 23:00 - Happy hour 16:00-18:00
Kvöldverður 18:00 - 21:00

Mylla bar

Velkomin á barinn okkar í drykk í notalegu umhverfi.

Það er opið frá 12:00 til 23:00.
Happy hour frá 16:00 til 18:00.

Veiðistofan

Veiðistofan okkar er tilvalið fundarrými fyrir smærri fundi og fyrirlestra og fullkominn fyrir einkaborðhald. 

Rýmið er tileinkað stangveiði og er einstaklega hlýlegt og skemmtilegt. 

 

SKOÐA NÁNAR

Gamli Bærinn

Gamli Bærinn er nútímaleg sveitakrá með þægilegu andrúmslofti og fjölbreyttum mat.
Verið hjartanlega velkomin á Gamla.

Áhugaverðir staðir

Diamond Circle

251 km hringur

Stórkostlegur 251 km hringur af einstökum náttúruperlum á  Norðausturlandi.

Dimmuborgir

5 km / 5 mín akstur / 1 klst ganga

... eru safn af ólíkum hraunmyndunum sem urðu til fyrir um 2000 árum. Fjölbreyttar gönguleiðir og fallegt svæði.

Hverfjall

6,3 km / 1 klst og 17 mín ganga

... er vinsælt fjall til að ganga á. Gígurinn er um 1 km í þvermál og er einn af þeim stærstu í heiminum.

Mývatn

5 mín ganga

Náttúrufegurðin er einstök við vatnið og hýsir einstakt vistkerfi sem dregur að sér ferðamenn frá öllum heimshornum.

Leirhnjúkur

14 km / 16 mín akstur

Gönguleiðin í kringum hnjúkinn liggur um hverasvæði og furðuveröld gíga og hrauns. 

Fuglasafn Sigurgeirs

7,7 km / 9 mín akstur / 1,5 klst ganga

.. er staðsett á bænum Ytri-Neslöndum sem er staðsettur við Mývatn. Þetta safn er þekkt fyrir að vera eitt stærsta fuglasafn í einkaeigu og er einnig fullkomið fyrir fuglaskoðun.