Fara í efni

Hótelið

Vinaleg dvöl

Berjaya Akureyri Hotel er vinalegt hótel með fallega innréttuð herbergi og frábæra aðstöðu á besta stað í bænum. Sundlaugin er hinum megin við götuna og stutt ganga í miðbæinn. Útsýnið er til fjalla og skíðaævintýrið er handan við hornið ásamt því sem hótelið býður upphitaðar skíðageymslur.

Hótelgarðurinn er einstaklega notalegur bæði sumar og vetur, með arineldi, skinnábreiðum og yljandi drykk, eða hvers vegna ekki að prófa gómsætt High Tea að breskri fyrirmynd.

 

 

 

 

Berjaya Akureyri hótel
Berjaya Akureyri hótel

Umhverfisvænt hótel

Megin aðdráttarafl Íslands er hrein og ósnortin náttúra. Berjaya Iceland Hotels gerir sér grein fyrir ábyrgð sinni gagnvart umhverfinu og starfar eftir alþjóðlegum staðli um umhverfisstjórnun, ISO 14001. Reykjavík Natura fékk þá vottun í júní 2012, fyrst hótela á Íslandi. Berjaya Iceland Hotels  vinna stöðugt að umbótum í umhverfismálum án þess að það komi niður á þjónustu við gesti.
 
Markmið í umhverfismálum:
•    Fara vel með auðlindir, draga úr úrgangi og auka endurvinnslu
•    Velja vörur og þjónustu með tilliti til umhverfisins
•    Leggja áherslu á að nota íslenskt hráefni og aðföng
•    Fylgja lögum og reglugerðum um umhverfismál og 
     fara lengra þar sem við á
•    Upplýsa gesti um hvernig þeir geti tekið þátt með okkur

•    Fræða starfsfólk og þjónustuaðila um umhverfismál

 

Hótelgarðurinn

Verönd vísar út í skemmtilegan hótelgarð þar sem stemningin er frábær bæði vetur og sumar, en gestir geta setið í kringum arinn og haft það notalegt undir skinnábreiðum.

Skemmtileg stemmning getur myndast í hótelgarðinum þegar gestir snúa heim eftir ævintýri dagsins Tilvalið er að njóta gómsætra veitinga í hótelgarðinum. 

Veröndin nýtist einnig vel fyrir ýmis konar mannfögnuði og veislur en hún tengist aðalfundar- og veislusal hótelsins ásamt veitingastaðnum Aurora.

placeholder