Fara í efni
Heim

Hótelið

Velkomin á Berjaya Mývatn Hotel,  Einstakt 59 herbergja hótel, endurbyggt á traustum grunni, þar sem þú nýtur þín í slakandi umhverfi.

Sparkaðu af þér skónum - eftir upplifanir dagsins. Njóttu matvæla úr fersku hráefni og hvernig væri að bera saman bækur sínar við aðra ferðamenn. Hvíldu þig svo vel fyrir ný ævintýri.

Hönnun hótelsins leggur áherslu á einfalda, skemmtilega og forvitnilega hluti og ólík rými.

placeholder

 

placeholder

Gáttir eftir Michael Johansson

Meginhugmyndin að baki listaverkinu er að minna okkur á sögu Reynihlíðar, frumkvöðla í gestrisni á Myvatnssvæðinu, með því að raða upp úrvali úr safni af hlutum frá fyrrum Hótel Reynihlíð, sem allir segja sína sögu.

Innsetningin tengir framtíðina og fortíðina, þar sem hún skapar ramma fyrir nýjar minningar og gefur gestum hugmyndir hvað er hægt að gera á svæðinu og kveikir jafnvel í eldri ferðalagaminningum með hlutum eins og tjaldborði og myndavél.

Flestir hlutirnir koma frá gamla hótelinu, fjölskyldu og vinum tengdu því auki fleirri heimamanna. Aðrir hlutir koma frá nytjamörkuðum á Akureyri og enn aðrir hafa ferðast til okkar alla leið frá Berlín, eins og nokkrar af ferðatöskunum.

Sænski listamaðurinn Michael Johansson, fæddur árið 1975 í Trollhätten, býr og starfar í Malmö og Berlín og hefur skapað eftirtektarverð listaverk að mestu leyti í Evrópu en einnig víðsvegar um heiminn.

Michael er þekktur fyrir tilkomumikil verk, þar sem hann á einstakan hátt raðar saman venjulegum hlutum og býr til verk sem oft verða hluti af arkitektúrnum sem fyrir er og oftar en ekki vekja upp nostalgískar tilfinningar.