Fara í efni

Samstarf við UN Women á Íslandi

placeholder

Um samstarfið

UN Women á Íslandi og Iceland Hotel Collection by Berjaya hafa tekið höndum saman og gert með sér samstarfsamning til þriggja ára. Markmið með samstarfinu er að stuðla að menningu jafnréttis innan hótelfélagsins Iceland Hotel Collection by Berjaya og að afla fjár til verkefna UN Women á heimsvísu.

Megintilgangur samstarfins er að hafa jákvæð áhrif á framþróun jafnréttismála á heimsvísu sem og innanlands. Ísland er í fararbroddi í jafnréttismálum í heiminum og er mikil fyrirmynd annarra þjóða hvað þessi mál varðar. Íslenskt samfélag lítur á jafnrétti sem grundvallarmannréttindi og forsendu velmegunar, framfara og þróunar. Framfarir í jafnréttismálum eru því miður hægar á heimsvísu og í kjölfar COVID-19 og aukinna átaka í heiminum hefur orðið mikið bakslag í málaflokknum. Samkvæmt nýlegum rannsóknum mun það taka 300 ár að ná fullu kynjajafnrétti í heiminum. 
Lestu meira um starf UN Women á Íslandi

Ferðaþjónustan á Íslandi hefur öðlast aukið mikilvægi síðustu ár og hefur fjöldi ferðamanna sem sækja Ísland heim aldrei verið meiri. Því fylgir ábyrgð að vera fremst á meðal þjóða í kynjajafnrétti og með sameiginlegu átaki ætla UN Women á Íslandi og Iceland Hotel Collection by Berjaya að ná eyrum ferðamanna um mikilvægi jafnréttismála. Við munum til að dæmis bjóða gestum okkar að styðja fjárhagslega við starf UN Women á Íslandi í gegnum bókunarvélina sem og í gestamóttökum hótelanna. Einnig verður varningur samtakanna seldur í verslunum hótelanna.

Að sama skapi hefur Iceland Hotel Collection by Berjaya undirritað Jafnréttissáttmála UN Women og UN Global Compact, sem er alþjóðleg yfirlýsing og samkomulag á vegum Sameinuðu þjóðanna sem snýr að því að auka kynjajafnrétti á vinnustöðum. Í tengslum við Jafnréttissáttmálann mun UN Women á Íslandi veita starfsfólki og stjórnendum Iceland Hotel Collection by Berjaya fræðslu um jafnréttismál .

Styrktu starf UN Women með okkur

 

 

placeholder