Fara í efni

Þjónusta

Njóttu fyrsta flokks þjónustu á Hilton Reykjavík Nordica.

Hilton Reykjavík Spa

Hilton Reykjavik Spa er fyrsta flokks heilsurækt og heilsulind á Hilton Reykjavík Nordica og býður upp á allt það besta sem völ er á þegar kemur að líkams- og heilsurækt og nuddmeðferðum.

Við leggum áherslu á að veita persónulega og góða þjónustu sem fullnægir þörfum þeirra sem gera kröfur þegar kemur að líkamsrækt og vellíðan.  

VOX Bar

Hittumst á VOX Bar, sem er nútímalegur, klassískur bar með þægilegu andrúmslofti. VOX Bar er tilvalinn staður til að hittast á eftir vinnu, nýta sér Happy Hour og fá sér aðeins í svanginn. Eins er huggulegt að byrja á fordrykk á Vox Bar fyrir máltíð á VOX Brasserie. 

Happy Hour er daglega þar sem boðið er upp á sérvalda drykki á tilboðsverði. 

VOX Brasserie

Þægileg stemning og fagleg gestrisni.  
VOX býður upp á fjölbreyttan matseðil sem sameinar nútíma íslenska matargerð og klassíska alþjóðlega rétti á einstakan hátt, þar sem við tökum hágæða hráefni og kinkum bæði kolli til hefðbundinna aðferða og nýrra matreiðsluaðferða. Hvort sem er heldur þú velur að snæða með vinum og fjölskyldu, einn eða eiga rómantíska stund áttu von á faglegri gestrisni, þægilegri stemningu og einstökum mat að hætti VOX Brasserie.