Fara í efni

Félagið

Leiðandi gæðahótel á Íslandi

Iceland Hotel Collection by Berjaya er félag sem býður gestum frá öllum heimshornum með gjörólíkar þarfir og væntingar upp á fjölbreytt úrval gæðahótela, veitingastaða og heilsulinda undir þekktum vörumerkjum.
Það sem allt þetta á sameiginlegt er áfangastaðurinn Ísland og þekking okkar frábæra starfsfólks á landinu og áratuga reynsla af þjónustu við innlenda og erlenda gesti og viðskiptavini.

Sjö hótelvörumerki
Níu veitingastaðir
Þrjár heilsulindir

Hvað þýðir Berjaya

Malsíska orðið Berjaya þýðir farsæld og leiðarljós okkar er að veita gestum okkar farsæla íslenska upplifun í gegnum samheldna fjölskyldu innlendra og erlendra vörumerkja félagsins.

Áræðnar nýjungar og framúrskarandi gestrisni einkenna þjónustu okkar.

Við virðum einstakar náttúruauðlindir Íslands og sýnum þakklæti í verki með grænum áherslum og stuðningi við menningu okkar og samfélag.

Berjaya Iceland Hotel
 

 

Reykjavík Konsúlat

Takk

Við erum þakklát gestum okkar, samfélaginu og náttúrunni sjálfri. Við erum þakklát gestum fyrir að velja þjónustu okkar, samfélaginu þökkum við góðar móttökur gesta og fyrir að búa starfi okkar jákvæð skilyrði. Við erum þakklát samstarfsfólkinu fyrir styrk og starf. Við gerum okkur grein fyrir miklivægi þess sem við gerum og stefnum alltaf að því að vera framúrskarandi, því við vitum að eina leiðin til að vekja þakklæti og uppskera sameiginlegan árangur er að fara fram úr væntingum

Frumkrafturinn - Fólkið okkar 

Við leggjum áherslu á að skapa starfsfólkinu skilyrði til að þroskast í starfi og auka færni sína þannig að það verði faglega betur í stakk búið að mæta áskorunum og takast á við breytingar.

 

Fjölbreytt gistiframboð

Hótelkeðjan, Berjaya Iceland Hotels, samanstendur af sex gæðahótelum á lykilstöðum við hringveginn um Ísland.

Öll Hilton hótel félagsins eru í Reykjavík:

Canopy Reykjavík | City Centre, Canopy by Hilton
Hilton Reykjavík Nordica, Hilton Hotels & Resorts
Reykjavík Konsúlat hótel, Curio Collection by Hilton
Iceland Parliament Hotel, Curio Collection by Hilton 

Eins er lífsstilshótelið Alda Hotel Reykjavík í höfuðborginni. Tvö sumarhótel eru rekin undir merki Hótel Eddu þar sem boðin er gæðagisting á góðu verði. Hótel Edda þjónar bæði innlendu og erlendu ferðafólki.

Alda hótel Reykjavík

 

Geiri Smart Restaurant

Úrval veitingastaða

Rómaðir veitingastaðir okkar sækja innblástur í innlendar matreiðsluhefðir.

Sex þeirra eru í Reykjavík: Hjá Jóni, VOX Brasserie & Bar, Geiri Smart, Slippbarinn, Satt og Konsúlat Wine Room. Aurora restaurant er á Akureyri, Mylla restaurant við Mývatn og Lyng restaurant á Egilsstöðum.

Heilsulindir

Við rekum tvær heilsulindir: Hilton Reykjavík Spa og Natura Spa. 

 

 

Eignarhald og stjórn

Eigandi Iceland Hotel Collection by Berjaya er Berjaya Land Berhad. Gengið var frá viðskiptum við Icelandair í byrjun árs 2021 en fyrri hluti samnings fór í gegn árið 2019. 

Endurmörkun félagsins og nafnbreytingar á móðurfélagi voru gerðar í september 2022. 

Stefna Iceland Hotel Collection by Berjaya er að vera áfram leiðandi í hótelrekstri á Íslandi og um leið nýta sér þær alþjóðlegu tengingar sem Berjaya hefur.

Framkvæmdastjóri Iceland Hotel Collection by Berjaya er
Norazman Chung en auk hans sitja í framkvæmdastjórn:

Aðalsteinn Þorbergsson, forstöðumaður upplýsingatæknisviðs
Arndís Anna Reynisdóttir, forstöðumaður sölu- og markaðssviðs
Árný Hilmarsdóttir, forstöðumaður fjármála- og rekstrarsviðs
Björk Baldvinsdóttir, forstöðumaður mannauðssviðs

 

 

Natura spa