Fara í efni
Heim

Fundir & viðburðir | Reykjavík Marina

 Reykjavík Marina  hótelið býður upp á fjölbreytt rými fyrir fundi og viðburði. Í boði er bíósalur, klassísk fundaraðstaða og rými sem veita innblástur fyrir vinnufundi, viðburði og móttökur. Í húsinu er að finna Slippbarinn, vinsælan veitingastað og bar.

Slippbíó
Okkar vinsæla Slippbíó rúmar 25 manns í sæti og nýtist vel sem fyrirlestrar- og kynningarsalur jafnt sem bíósalur. Innfalið er skjár og skjávarpi og fullbúið hljóðkerfi sem þú tengir auðveldlega við þitt tæki. 

  • Fundarsæti fyrir 25 manns
  • Fjölbreytt veitingaþjónusta sem við sníðum að þörfum þínum

Living Room 
Notalegt fundarrými staðsett á jarðhæð í vesturenda hússins. Rýmið tekur allt að 16 manns í hefðbundin fundarsæti en hentar einnig vel fyrir standandi boð. Aðgangur að flatskjá sem hægt er að tengja við tækið þitt. 

  • Fundarsæti fyrir 16 manns

Community Table
Langt og stæðilegt viðarborð sem tekur 20-22 manns í fundarsæti. Rýmið er staðsett á veitingahúsinu Slippbarinn og hentar einstaklega vel fyrir einkasamkvæmi, fundi og viðburði. Hægt er að loka rýminu með glerrennihurðum og tjöldum sem veita gott næði. Community Table er búið flatskjá sem hægt er að tengja við tækið þitt. 

  • Fundarsæti fyrir 20-22 manns

Lounge
Óhefðbundin fundaraðstaða sem skapar stemningu og veitir innblástur. Hægt er að velja hvort herbergið er hólfað af eða hvort flæði sé á milli tveggja rýma með því að snúa bókahilluvegg. Í rýminu er flatskjár sem hægt er að tengja fyrir fundi og kynningar. 

Lounge aðstaðan er tilvalin fyrir fordrykki, hanastélsboð og hvers kyns móttökur með léttum veitingum. 

  • Fundarsæti fyrir 8 manns
  • Hanastél fyrir 50 manns

Smiðjan
Stórt og bjart rými með fallegu eldstæði og litlu sviði sem býður upp á að vera með fjölbreytta viðburði fyrir 25 til 40 manns.
Smiðjan er opið rými sem er tilvalið fyrir fundi, fyrirlestra, kokteilboð og létta hádegisverði sem og viðburði sem breytast. Til dæmis byrjað á fundi og/eða fyrirlestri og farið yfir í mat og drykk sem gæti til að mynda hentað ýmis konar samhristingi.
Innifalið er skjávarpi og tjald sem þú tengir auðveldlega við þitt tæki.

  • 25-30 manns - fer eftir uppsetningu
  • Stærð: 53,4 m2

Listasmiðjan
Slippbarinn styður listsköpun og listafólk og býður upp á rými fyrir sýningar, kynningar og fleira. Rýmið er 38,4 fm og býðst listafólki að sækja um að vera þar tímabundið án kostnaðar.

Sendu okkur póst ef þú vilt vita meira salesoperationmarina@icehotels.is
 

Fundarveitingar
Hafið samband við salesoperationmarina@icehotels.is  og í síma 444-4732 fyrir nánari upplýsingar og bókanir.

Vinsamlega athugið að Slippbíó er eina fundarrýmið sem er fullkomlega hljóðeinangrað

 

 

Reykjavík Marina
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

 

Reykjavík Marina

Fundurinn í höfn á Reykjavík Marina

Fjölbreytt rými, litríkt umhverfi og hraðskreið þjónusta gera fundardaginn bæði skemmtilegri og árangursríkari á Reykjavík Marina. Hvort sem þú ætlar að stýra fjögurra manna hraðbát í skreppitúr, einbeittri 25 manna herskipsáhöfn í heils dags leiðangur eða fara með 50 manns í morgunsiglingu þá höfum við afl og rými til að drífa fundinn áfram af þeim krafti sem þarf.

Á hvaða siglingu ert þú?
Dagróður
11.990 kr. á mann fyrir 10 eða fleiri (fundarsalur innifalinn)
9.200 kr. á mann fyrir færri en 10 (fundarsalur ekki innifalinn) 

Heill dagur – innifalið: morgunverðarhlé, hádegisverður, síðdegishlé. Kaffi + te innifalið á meðan fundi stendur. 

Skemmtisigling
8.990 kr. á mann fyrir 10 eða fleiri (fundarsalur innifalinn)
6.950 kr. á mann fyrir færri en 10 (fundarsalur ekki innifalinn) 

Hálfur dagur – innifalið: morgunverðarhlé eða síðdegishlé, hádegisverður. Kaffi + te innifalið á meðan fundi stendur. 

Kvöldsigling
Hanastélsboð – Drykkur og/eða matur í veislurými 

Viltu vita meira?
Sendu póst á salesoperationmarina@icehotels.is eða hringdu í síma 444- 4732.

 

 

Óhefðbundin og skemmtileg fundar- og veisluaðstaða

Viðburður í alrými og gestamóttöku Reykjavík Marina  vekur jafnan lukku gesta sem og gestgjafa en aðstaðan  er með eindæmum skemmtileg. Ekki er um hefðbundinn fundar- eða veislusal að ræða heldur fallegt og skemmtilega hannað rými gestamóttöku hótelsins. Sófar, pullur, stólar og púðar veita þægindin og skemmtilega innréttað rýmið með íslenskri hönnun og ýmsum áhugaverðum gömlum íslenskum munum vekja jafnan athygli og aðdáun gesta. Arineldurinn setur svo punktinn yfir i-ið.

Í gestamóttöku og alrými Reykjavík Marina  bjóðum við einstaklingum og fyrirtækjum að halda alls kyns viðburði. Mögulegt er að taka á móti allt að 100 manns. 

  • Aðstaðan er frábær til að halda kynningar, fyrirlestra, sölufundi, móttökur, boð og veislur af hvaða tagi sem er.
  • Fjölbreytt veitingaþjónusta sem við sníðum að viðskiptavinum okkar.

Fyrir frekari upplýsingar og bókanir hafið samband á salesoperationmarina@icehotels.is eða í síma 444-4732.

Reykjavík Marina