Fara í efni

Fundir & viðburðir | Reykjavík Marina

 


Fundar- og viðburðarrými í miðborginni

Það er tilvalið að skipuleggja næsta fund eða viðburð í einstöku umhverfi við Reykjavíkurhöfn.

Reykjavik Marina Hotel býður upp á fjölbreytt rými sem henta fyrir allskyns tilefni hvort sem um ræðir vinnufundi, ráðstefnur eða móttökur.
Hvort sem þú ert að skipuleggja lítið teymisverkefni eða stærri viðburð, finnur þú hjá okkur skapandi og hlýlegt umhverfi þar sem hugmyndir fá að blómstra.

Reykjavík Marina Hótel býður uppá: 

    • Fimm ólík rými, hvert með sín sérkenni og árherslur, allt frá klassískri fundaraðstöðu til innblásinna vinnustofa og bíósalar sem hentar fyrir kynningar eða skemmtanir. 
    • Fundar- og viðburðarrými í göngufæri frá miðbæ Reykjavíkur 
    • Gistingu -  sjá nánar
    • Slippbarinn, veitingastaður sem galdrar fram veitingar eftir óskum viðskiptavina
    • Tæknibúnað og þjónustu sem uppfyllir helstu kröfur
    • Bíósal sem nýtist við allskonar tilefni t.d. karaoke, íþróttaleiki, kynningar eða bíókvöld. 
    • Bar- og veitingaraðstöðu með hádegistilboðum og Happy Hour. 
    • Sérsniðna þjónustu að hvaða hópum sem er.


Hafðu samband við okkur og við hjálpum þér að setja saman viðburð sem hentar þínum þörfum.

Sendu línu á salesoperationmarina@icehotels.is eða hringdu í 560 8000. Við hlökkum til að heyra frá þér!

 

placeholder


Living Room 

Hlýlegt og fjölhæft rými fyrir fundi og litla viðburði.

Notalegt og hlýlegt rými á jarðhæð í vesturenda hússins sem býður upp á heimilislega og afslappaða stemningu.

  • Rýmið tekur all að 16 manns í fundarsæti
  • Hentar fyrir smærri fundi, vinnustofur og skapandi verkefni
  • Hentar fyrir einkaviðburði eins og afmæli, babyshowers og standandi móttökur. 

Aðstaðan er búin flatskjá sem auðvelt er að tengja við tölvu eða tæki, og Slippbarinn sér um veitingar sem hentar ykkar hóp, hvort sem það eru léttar veitingar yfir fundi eða glæsilegt boð eftir vinnu.

Hafðu samband við okkur og við hjálpum þér að setja saman viðburð sem hentar þínum þörfum.

Sendu línu á salesoperationmarina@icehotels.is eða hringdu í 560 8000. Við hlökkum til að heyra frá þér!

 

Community Table

Hlýlegt og glæsilegt rými fyrir fundi, vinnustofur eða einkasamkvæmi. 

Stórt og veglegt viðarborð sem skapar hlýlega og huggulega stemningu. Rýmið er staðsett á Slippbarnum, hjarta hótelsins og  hægt er að loka því með glerrennihurðum og tjöldum sem tryggja gott næði þegar þörf er á.

  • Rýmið tekur 20 - 22 manns í fundarsæti 
  • Hentar vel fyrir einkasamkvæmi, hópfundi, vinnustofur. 
  • Hentar vel fyrir hátíðleg tilefni eins og afmæli og kvöldverði í góðum félagsskap. 
  • Rýmið er búið flatskjá sem auðvelt er að tengja við tölvu eða tæki.

Veitingar frá Slippbarnum  gera upplifunina enn betri, hvort sem það eru léttar veitingar yfir fundi eða dýrindismáltið í einkarýminu. 

Hafðu samband við okkur og við hjálpum þér að setja saman viðburð sem hentar þínum þörfum.

Sendu línu á salesoperationmarina@icehotels.is eða hringdu í 560 8000. Við hlökkum til að heyra frá þér!

placeholder

Lounge

Stílhreint og fjölhæft rými sem hentar fyrir litla fundi sem og glæsilegar móttökur.

Stílhreint og óhefðbundið rými sem skapar hlýlega stemningu og veitir innblástur fyrir skapandi fundi og viðburði.

Hægt er að aðlaga rýmið að þörfum hvers hóps og velja hvort það sé hólfað af eða hvort flæði sé á milli tveggja svæða með því að snúa bókahilluvegg sem opnar eða lokar á milli.

    • Fundarsæti fyrir 8 manns
    • Standandi móttaka fyrir allt að 50 manns
    • Rýmið er búið flatskjá sem hentar vel fyrir fundi, kynningar eða myndræna uppsetningu.
    • Fullkomið fyrir fordrykki, hanastélsboð eða móttökurþar sem boðið er uppá léttar veitingar og afslappað andrúmsloft.  

Slippbarinn sér um að útbúa veitingar sem henta hverjum hóp fyrir sig, allt frá litlum snittum til glæsilegra veisluborða.

Hafðu samband við okkur og við hjálpum þér að setja saman viðburð sem hentar þínum þörfum.

Sendu línu á salesoperationmarina@icehotels.is eða hringdu í 560 8000. Við hlökkum til að heyra frá þér!

 

 


Slippbíó

Fjölhæft og hljóðeinangrað rými fyrir fundi, kynningar eða skemmtilega viðburði.

Þetta hljóðeinangraða rými býður upp á skemmtilega möguleika eftir vinnudaginn, til dæmis fyrir karaoke-kvöld, íþróttasýningar eða bíókvöld með vinum eða samstarfsfólki.
Eftir langa vinnustofu er tilvalið að láta Slippbarinn sjá um drykki og veitingar og enda daginn á skemmtilegri samveru í Slippbíó.

  • Fundarsæti fyrir 25 manns
  • Hentar fyrir kynningar, fyrirlestra, bíó- eða karaoke-kvöld
  • Slippbarinn sér um veitingar sem henta hverjum hóp fyrir sig
  • Rýmið er búið skjá, skjávarpa og fullbúnu hljóðkerfi

Hafðu samband við okkur og við hjálpum þér að setja saman viðburð sem hentar þínum þörfum.

Sendu línu á salesoperationmarina@icehotels.is eða hringdu í 560 8000. Við hlökkum til að heyra frá þér!

 

placeholder

 

 

Fyrirtækjasamningar

Við leggjum okkur fram við að mæta þörfum fyrirtækja af öllum stærðum
og gerðum, hvort sem um er að ræða einyrkja eða stærstu fyrirtæki og
stofnanir landsins.

Skoða nánar