Konungsríki jökulsins
Allt byggðarlagið er meitlað af stærsta jökli Evrópu, Vatnajökli, og skriðjöklum hans. Náttúrufegurðin hér á enga sína líka og nægir þar að nefna Skaftafell, Jökulsárlón, Stafafellsfjöll og Skálafellsjökul sem örfá dæmi. Hótelið stendur við sjávarsíðuna á Höfn og útsýnið þaðan er stórfenglegt. Skemmtilegar gönguleiðir eru skammt frá og stutt í alla þjónustu á Höfn og veitingastaði og verslanir.
- 36 herbergi með sér baði
- Frítt internet
- Einstaklings- og hópabókanir