Fara í efni
Heim
Velkomin

Höfn

 Vinalegt hótel með einstakt útsýni

Hótel Edda Höfn

Konungsríki jökulsins

Allt byggðarlagið er meitlað af stærsta jökli Evrópu, Vatnajökli, og skriðjöklum hans. Náttúrufegurðin hér á enga sína líka og nægir þar að nefna Skaftafell, Jökulsárlón, Stafafellsfjöll og Skálafellsjökul sem örfá dæmi. Hótelið stendur við sjávarsíðuna á Höfn og útsýnið þaðan er stórfenglegt. Skemmtilegar gönguleiðir eru skammt frá og stutt í alla þjónustu á Höfn og veitingastaði og verslanir.

  • 36 herbergi með sér baði
  • Frítt internet
  • Einstaklings- og hópabókanir

Frítt Wi-Fi

Veitingastaður

Morgunverðarhlaðborðið er opið frá 7:00 til 9:30.

Frí bílastæði

Rafhleðslustöð

Tveggja manna herbergi (Queen)

Tveggja manna herbergi (Queen)

18 m2 Max

Verð frá

  • Júní
  • 24.000 ISK
  • Júlí
  • 24.000 ISK
  • Ágúst
  • 24.000 ISK
Tveggja manna herbergi (Twin)

Tveggja manna herbergi (Twin)

18 m2 Max

Verð frá

  • Júní
  • 24.000 ISK
  • Júlí
  • 24.000 ISK
  • Ágúst
  • 24.000 ISK

Betri dvöl

Betri dvöl

Morgunverðarhlaðborð

Boðið er upp á morgunverðarhlaðborð fyrir hópa og einstaklinga frá klukkan 7:00-9:30.

Yfir daginn og á kvöldin er boðið upp á sölu á léttum veitingum úr kæli s.s. samlokur, ávaxtasmoothie og önnur drykkjarföng.

Veitingastaðir á Höfn

Veitingastaðir eru fjölmargir á Höfn sem margir leggja áherslu á hráefni úr heimabyggð. 

Áhugaverðir staðir

Jökulsárlón

80 km / 60 mín akstur

... er eitt frægasta jökullón á Íslandi. Staðsett miðja vegu milli Skaftafells og Hafnar.

Skaftafell

134 km / 2 klst. akstur

... er þjóðgarður staðsettur á Suð-Austurlandi. Skaftafell er hluti af Vatnajökulsþjóðgarði.

Stokksnes

16 km / 26 mín akstur

... er vinsæll áningarstaður og margir aka þangað til að skoða seli á útskerjum.

Vestrahorn

14 km / 18 mín akstur

...  er 454 m hátt fjall rétt við Stokknes milli tveggja lóna þ.e. Skarðsfjöru og Papafjarðar.