Fara í efni
Heim

Hótelið

Málum bæinn grænan

Berjaya Reykjavík Natura hótel er hlýlegt hótel staðsett mitt í náttúru Nauthólsvíkur og Öskjuhlíðar. Hótelið starfar eftir gæðastöðlum og er umhverfisvottað samkvæmt ISO 14001. Á Berjaya Reykjavík Natura hótel býðst öll sú þjónusta sem gestir gera kröfu um á fyrsta flokks hóteli, hvort sem er í mat og drykk á veitingastaðnum Satt sem staðsettur er á hótelinu, eða í afslöppun og dekri í  Natura Spa sem einnig er á hótelinu.

Listum og menningu er gert hátt undir höfði á hótelinu og er reglulega boðið upp á ýmsa viðburði. Sérstaða hótelsins og afþreyingarmöguleikar gera dvölina að eftirminnilegri upplifun.

 

Reykjavík Natura

 

Reykjavík Natura

Reykjavík Natura er umhverfissinni

Megin aðdráttarafl Íslands er hrein og ósnortin náttúra. Berjaya Reykjavík Natura hótel gerir sér grein fyrir ábyrgð sinni gagnvart umhverfinu og starfar eftir alþjóðlegum staðli um umhverfisstjórnun, ISO 14001. Reykjavík Natura fékk þá vottun í júní 2012, fyrst hótela á Íslandi. Berjaya Iceland Hotel  vinna stöðugt að umbótum í umhverfismálum án þess að það komi niður á þjónustu við gesti.
 
Markmið í umhverfismálum:

  • Fara vel með auðlindir, draga úr úrgangi og auka endurvinnslu
  • Velja vörur og þjónustu með tilliti til umhverfisins
  • Leggja áherslu á að nota íslenskt hráefni og aðföng
  • Fylgja lögum og reglugerðum umhverfismál og fara lengra þar sem við á
  • Upplýsa gesti um hvernig þeir geti tekið þátt með okkur
  • Fræða starfsfólk og þjónustuaðila um umhverfismál

 

Löng saga gestrisni

Það var stórhuga fólk innan Loftleiða, bjartsýnt á framtíðina, sem á árinu 1964 ákvað að reisa hótel í Reykjavík. Þegar fyrirhugaðar framkvæmdir voru kynntar vakti það mikla athygli að áformað var að ljúka byggingunni vorið 1966 en það þótti mikill bjartsýni. Settu markmiði var náð og Hótel Loftleiðir var formlega opnað 1. maí 1966. Síðar var hótelið stækkað og sú viðbygging tekin í notkun árið 1971.

Vinsælt meðal Íslendinga

Hótel Loftleiðir naut fljótt mikilla vinsælda og auðveldaði Loftleiðum að bjóða farþegum sínum upp á viðdvöl á Íslandi. Hótelið öðlaðist einnig fljótt vinsældir meðal Íslendinga, ekki síst vegna þess að það fékk fjölmarga heimsfræga skemmtikrafta til að koma þar fram á dansleikjum og samkomum.

 

Reykjavík Natura