Fara í efni
Heim
Heilsaðu upp á

Canopy by Hilton Reykjavik City Centre

Hverfið okkar er fullt af menningu, mat og drykk.

Einstök stemning í miðborginni

Á Canopy Reykjavík höfum við lagt okkur fram við að sameina fallega hönnun, öðruvísi listaverk og öll helstu þægindi hótels.  Litbrigði sjávar og hrauns einkenna hönnun herbergjanna þar sem gengið er enn lengra í þægindum. Íslenskri list er gert hátt undir höfðu og gerðu þér far um að uppgötva hvernig götulist var samofin hönnun hótelsins. 

Fáðu lánaðan plötuspilara og plötur hjá okkur, fáðu þér kaffi og slakaðu á. Kíktu svo við í kvöldsmakk til okkar áður en þú ferð og lætur listakokkana á Geira Smart leika við bragðlaukana.

Skoða Canopy Reykjavík

  • 112 herbergi og svítur
  • Barnagæsla
  • Geymsla á farangri
  • Snarl-búð
  • Reiðhjól

Veitingastaður

Geiri Smart Restaurant er fágaður og fjörugur veitingastaður hótelsins – litríkur eins og karakterar bæjarins.

Bar

Barinn okkar er þekktur fyrir frumlega kokteila og bestu vínin.

Fundir og viðburðir

Kokteilboð fyrir 40 manns eða 12 manna fund? Danska stofan okkar er tilvalin fyrir litla fundi og viðburði.

Líkamsræktaraðstaða

Mjög góð aðstaða fyrir fjölbreytta líkamsrækt.

Grænt hótel

Canopy Reykjavik gerir sér grein fyrir ábyrgð sinni gagnvart umhverfinu og starfar eftir alþjóðlegum staðli um umhverfisstjórnun, ISO 14001.

Frítt Wi-Fi

Frítt þráðlaust net.

Aðgengi fyrir fatlaða

Í boði eru herbergi með aðgengi fyrir fatlaða.

Gerðu dvölina enn betri

Gerðu dvölina enn betri

Geiri Smart

Geira Smart er opinn og tekur vel á móti gestum á sinn einstaka hátt.
Hjarta Reykjavíkur slær enn í miðbæ borgarinnar, þar sem Geiri Smart fagnar bæði sérvisku og fágun.
Við beygjum okkur ekki undir neinar reglur þegar kemur að matargerð heldur spilum af fingrum fram á góð hráefni.

Áhugaverðir staðir

Harpa

800 m / 10 mín ganga

Tónlistar- og menningarhús er í göngufjarlægð frá hótelinu. 

Höfði

1,6 km / 20 mín ganga

Húsið á sér merkilega sögu frá 1909 en er einna þekktast í dag fyrir að hafa hýst leiðtogafund Reagans og Gorbatsjovs í október 1986.

Sólfarið

850 m / 11 mín ganga

...er óður til sólarinnar eftir Jón Gunnar Árnason og var afhjúpar á afmæli Reykjavíkurborgar 18. ágúst 1990.

Sundhöllin

900 m / 10 mín ganga

Elsta sundlaug landsins var opnuð 1937. Viðbyggingin var opnuð 2017 með nýrri útisundlaug, heitum pottum og köldum potti.