Fara í efni
Velkomin á

Alda hótel Reykjavík

Lífstílshótel á Laugaveginum 

Við tökum vel á móti þér og leggjum mikið uppúr þægilegu andrúmslofti og einstakri þjónustu. Snjallsímar til afnota, heitur pottur og góð líkamsræktaraðstaða með sauna klefa er meðal þess sem í boði er. Njóttu góðra veitinga á Brass veitingastaðnum sem staðsettur er á hótelinu eða hvers vegna ekki að skella sér í klippingu á Barber rakarstofunni? 

Bragðgóður matur og lipur þjónusta í notalegu umhverfi á Brass kitchen & bar.
Barinn okkar með úrval af vínum og kokteilum er á jarðhæð hótelsins.
Góð líkamsræktaraðstaða og gufubað er að finna á jarðhæð hótelsins.
Frí nettenging.
Við störfum eftir alþjóðlegum staðli um umhverfisstjórnun, ISO 14001.
Í boði eru herbergi með aðgengi fyrir fatlaða.
  • 90 herbergi
  • Snjallsímar
  • Heitur Pottur
  • Sauna
  • Rakari - Barbershop

Öðruvísi upplifun

Öðruvísi upplifun

Barber rakarastofa

Heitasta rakarastofa bæjarins er staðsett inni á Öldu hótel Reykjavík. 

Brass

Brass kitchen & bar er á jarðhæð Öldu hótel Reykjavík. Bragðgóður matur, létt og lipur þjónusta í notalegu umhverfi.

Opnunartímar:
Mán - Mið 15:00 til 22:00, eldhúsið lokar 21:30
Fim 14:00 - 22:00, eldhúsið lokar 21:30 
Fös og lau 14:00 - 23:00, eldhúsið lokar 22:00
Sun 14:00 - 22:00, eldhúsið lokar 21:30
Happy Hour: 15:00 til 22:00

Símar til afnota

Í stað herbergjasíma bjóðum við gestum okkar að nota Android snjallsíma. Innifalin eru innanlandssímtöl og 4G. Þér er velkomið að taka með þér símann út í daginn á meðan þú dvelur  hjá okkur.

Líkamsrækt, heitur pottur og gufa

Líkamsræktaraðstaðan okkar, heitur pottur og gufa er á neðstu hæðinni með aðgengi að útisvæði. Þar má finna hlaupabretti, hjól og lóð.

Þar hefur þú einnig aðgang að handklæðum.

Opnunartímar eru frá 06:00 - 22:00.

Vinsæl tilboð

Vinsæl tilboð

Norðurljósatilboð

  • Bókanlegt frá 1.október
  • Gistu eina nótt og sparaðu 15%
  • Gistu tvær nætur eða lengur og sparaðu 20%
  • Óendurgreiðanlegt
1/3
Vinsæl tilboð

Makindalegt Miðbæjardekur

  • Gisting
  • Morgunverður
  • 2 rétta kvöldverður á Geira Smart
  • Aðgangur að heitum potti og sauna
2/3
Vinsæl tilboð

Brúðkaupsnótt á Öldu

Alda Hotel Reykjavík kynnir sérstakan brúðkaupspakka sem hentar fullkomlega fyrir nýgift brúðhjón.

3/3

Áhugaverðir staðir

Hallgrímskirkja

450 m / 5 mín ganga

...er einn vinsælasti viðkomustaður erlendra og innlendra ferðamanna á Íslandi. Útsýnið er óviðjafnanlegt.

Höfði

1 km / 14 mín ganga / 6 mín í bíl

Húsið á sér merkilega sögu frá 1909 en er einna þekktast í dag fyrir að hafa hýst leiðtogafund Reagans og Gorbatsjovs í október 1986.

Sólfarið

500 m / 6 mín ganga

...er óður til sólarinnar eftir Jón Gunnar Árnason og var afhjúpar á afmæli Reykjavíkurborgar 18. ágúst 1990.

Sundhöllin

400 m / 5 mín ganga

Elsta sundlaug landsins var opnuð 1937. Viðbyggingin var opnuð 2017 með nýrri útisundlaug, heitum pottum og köldum potti.

Á leiðinni úr Reykjavík?