Eina hótelið í heimi þar sem hægt er að snerta skip í slipp. Reykjavík Marina er litríkt hótel við Reykjavíkurhöfn með einstakan karakter þar sem gaman er að vera. Frumleg íslensk nútímahönnun í bland við gamla muni úr slippnum einkenna hótelið og herbergi þitt, sem hefur þægindin í fyrirrúmi, en er einnig skreytt á einstakan, heimilislegan hátt. Skemmtilegar stofur eru tilvaldar fyrir óhefðbundna fundi, viðburði og partý.
Með hringiðu slippsins beint fyrir utan og gróskumikinn Grandagarð steinsnar frá nýtur þú dýrindis drykkja og dásemdar rétta á fæðingarstað kokteilmenningar Reykjavíkur, Slippbarnum.
- Svítur og fjölskylduherbergi
- Við slippinn og fallega gamla hafnarsvæðið
- Frábær matur og drykkur á Slippbarnum
- Slippbíó - bíósalur fyrir ýmis tilefni
- Óhefðbundin fundar- og viðburðarými