Fara í efni
Velkomin á

Akureyri

Vinsælt meðal Íslendinga allt árið um kring

Njóttu lífsins á Norðurlandi

Á Berjaya Akureyri Hotel nýturðu alls hins besta sem Norðurland hefur upp á að bjóða. Vinalegt hótel með fallega innréttuð herbergi. Ríkulegur morgunverður, frábær staðsetning og fallegt útsýni auka á ánægjulega upplifun og þú skokkar á sloppnum yfir götuna og skellir þér í sund eftir skemmtilegan dag.

Útsýnið er til fjalla og skíðaævintýrið er handan við hornið. Hótelgarðurinn er einstaklega notalegur bæði sumar og vetur, með arineldi, skinnábreiðum og yljandi drykk, eða hvers vegna ekki að prófa gómsætt High Tea að breskri fyrirmynd.

Aurora Restaurant er einstakur veitingastaður fyrir notalega kvöldstund.
Hlýleg og aðlaðandi setustofa og bar með arineldi þar sem gott er að setjast niður með gott kaffi, vínglas eða kokteil. Happy Hour er í boði alla daga kl. 16:00 – 18:00.
Berjaya Akureyri hótel gerir sér grein fyrir ábyrgð sinni gagnvart umhverfinu og starfar eftir alþjóðlegum staðli um umhverfisstjórnun, ISO 14001.
Fundarsalur sem hentar mjög vel fyrir minni fundi og kynningar.
Frítt þráðlaust net.
Í boði eru 12 herbergi með aðgengi fyrir fatlaða.
  • 99 hótelherbergi
  • Frábær staðsetning, sundlaugin steinsnar í burtu
  • Fallegur hótelgarður þar sem gestir geta notið veitinga
  • High Tea að breskri fyrirmynd

Njóttu dvalarinnar

Njóttu dvalarinnar

Aurora restaurant

Aurora Restaurant býður upp á girnilegan barseðil, kvöldverðarseðil og High Tea.

Við höfum opið alla daga frá 12:00 til 21:00

Hádegisseðill er í boði frá klukkan 12:00 - 14:00 mánudaga til föstudaga.
Freyðandi bröns seðill er í boði frá klukkan 12:00 - 14:00 laugardaga og sunnudaga. 
Barseðill er í boði frá klukkan 12:00 - 21:00.
Kvöldseðill er í boði frá 18:00 - 21:00.
High Tea er í boði frá 14:00 - 17:00, alla fimmtudaga til laugardaga.

Innilega velkomin til okkar.

Fagnaðu hjá okkur

Við bjóðum upp á fyrsta flokks aðstöðu og veitingar til hvers konar veisluhalda. Hafðu samband og fáðu tilboð í þína veislu. 

Aurora Bar

Við erum með Happy Hour alla daga frá klukkan 16:00 til 18:00

Við veitum afslátt af bjór af dælu, víni hússins og kokteilum - sannkölluð hamingjustund!

Barinn er opinn alla daga til 00:00

Hótelgarðurinn

Verönd vísar út í skemmtilegan hótelgarð þar sem stemningin er frábær bæði vetur og sumar. Njóttu þess að koma í happy hour í glampandi sól yfir sumartímann eða hafðu það notalegt við arininn yfir vetrarmánuðina. 

Vinsæl tilboð

Vinsæl tilboð

Sumartilboð

  • Veldu á milli Marina, Natura, Akureyri, Héraðs eða Mývatns
  • Bókaðu eina nótt með 20%afslætti
  • Bókaðu tvær nætur eða fleiri með 25% afslætti
  • Bókunartímabil út september 2024
1/3
Vinsæl tilboð

Norðurljósatilboð

  • Bókanlegt frá 1.nóvember
  • Gistu eina nótt og sparaðu 15%
  • Gistu tvær nætur eða lengur og sparaðu 20%
  • Óendurgreiðanlegt
2/3
Vinsæl tilboð

Brúðkaupsnótt á Akureyri

  • Gisting í eina nótt
  • Morgunverður upp á herbergi
  • Freyðivín og sætindi
  • Framlengd herbergjaskil til 14:00
3/3

Áhugaverðir staðir

Listasafnið á Akureyri

600 m / 7 mín ganga / 2 mín akstur

... bíður uppá fjölbreyttar sýningar og viðburðir með áherslu á bæði alþjóðlega og íslenska myndlist, unga og upprennandi listamenn auk yfirlitssýningar listamanna sem búa og starfa á Norðurlandi.

Miðbær Akureyrar

800 m / 10 mín ganga / 3 mín akstur

... er í göngufjarlægð frá hótelinu. Þar má finna verslanir, söfn og veitingastaði svo fátt eitt sé nefnt.

Sundlaug Akureyrar

300 m / 4 mín ganga

...er hinum megin við götuna og er opin allan ársins hring. 

Lystigarður Akureyrar

100 m / 2 mín ganga

...er ein af fegurstu perlum Akureyrar og er vinsæll viðkomustaður bæði heimamanna og ferðlanga. Í lystigarðinum má sjá nánast allar þær plöntur er finnast á Íslandi.

Kjarnaskógur

5,5 km, 8 mín akstur

... útivistarperla Eyfirðinga sem bíður upp á góðar gönguleiðir og leiksvæði fyrir börn. 

Hlíðarfjall

6,8 km / 11 mín akstur

... er skíðasvæði Akureyringa. Hægt er að leigja meðal annars svigskíða- og brettabúnað.

Akureyrarkirkja

600 m / 8 mín ganga

...staðsett í hjarta bæjarins, til gamans er hægt að ganga upp kirkjutröppunar og telja hvað þær eru margar. 

Menningarhúsið Hof

1,3 km, 3 mín akstur, 15 mín ganga

...heimili Menningarfélags Akureyrar þar sem saman koma Leikfélag Akureyrar, Sinfoníuhljómsveit Norðurlands og Menningarhúsið Hof. 

Jaðarsvöllur

2,4 km, 5 mín akstur

...er golfvöllur golfklúbbs Akureyringa sem var stofnaður 19. ágúst 1935 og er næst elsti golfklúbbur landsins