Hótelið - Höfn
Notaleg dvöl
Berjaya Höfn Hotel, áður Hótel Edda Höfn, opnaði í apríl 2023 eftir breytingar.
Hótelið á Höfn á sér ríka sögu af gestrisni af gamla skólanum og um leið sterka tengingu við sögu og þróun íslenskrar ferðaþjónustu. Þetta skref er hluti af þróun uppbyggingar ferðaþjónustu á Höfn þar sem komið er til móts við kröfur gesta um aukin þægindi og þjónustu.
Berjaya Höfn Hotel er vinalegt hótel með einstakt útsýni yfir sjóinn sem býður upp á þægilega gistingu og góða þjónustu í fallega bænum Höfn í Hornafirði.
Umhverfisvænt hótel
Megin aðdráttarafl Íslands er hrein og ósnortin náttúra. Berjaya Iceland Hotels gerir sér grein fyrir ábyrgð sinni gagnvart umhverfinu og starfar eftir alþjóðlegum staðli um umhverfisstjórnun, ISO 14001. Reykjavík Natura fékk þá vottun í júní 2012, fyrst hótela á Íslandi. Berjaya Iceland Hotels vinna stöðugt að umbótum í umhverfismálum án þess að það komi niður á þjónustu við gesti.
Markmið í umhverfismálum:
• Fara vel með auðlindir, draga úr úrgangi og auka endurvinnslu
• Velja vörur og þjónustu með tilliti til umhverfisins
• Leggja áherslu á að nota íslenskt hráefni og aðföng
• Fylgja lögum og reglugerðum um umhverfismál og
fara lengra þar sem við á
• Upplýsa gesti um hvernig þeir geti tekið þátt með okkur
• Fræða starfsfólk og þjónustuaðila um umhverfismál
Hvað er langt á Höfn?
Hótelið er í 453 km fjarlægð frá Reykjavík og 272 km frá Vík í Mýrdal. Sveitarfélagið Hornafjörður er eitt hið stærsta á landinu og nær frá Skeiðará í vestri til Lónshéraðs í austri. Yfir héraðinu gnæfir Vatnajökull (8300 km2). Vatnajökull er þriðji stærsti ísflötur í heimi. Aðeins Suðurheimskautið og Grænlandsjökull eru stærri.
Á leiðinni til Hafnar verða margir fegurstu og áhugaverðustu staðir landsins á vegi þínum eins og t.d. Kirkjubæjarklaustur, Núpstaður, Lómagnúpur, Skaftafell, Vatnajökull og Jökulsárlón. Austan við Nes er svo bærinn Höfn. Hornafjörður er lón sem myndaðist fyrir 3500 til 5000 árum. Land rís hér nú vegna þess að Vatnajökull er að þynnast. Miklum þunga er létt af landinu.