Fyrirtækjaþjónusta
Fyrirtækjasamningar
Við hjá Iceland Hotel Collection by Berjaya leggjum okkur fram við að mæta þörfum fyrirtækja af öllum stærðum og gerðum – allt frá einyrkjum til stærstu fyrirtækja og stofnana landsins. Með fyrirtækjasamningi fær fyrirtækið þitt aðgang að framúrskarandi þjónustu, hagkvæmum lausnum og sérkjörum sem einfalda ferðalög og viðburðahald.
Þinn ávinningur
Hagstæðari kjör
Sjálfkrafa afsláttur af gistingu, fundarsölum, fundar- og ráðstefnupökkum ásamt mat og drykk.
Aukin tryggð
Persónuleg og fagleg þjónusta sem er sérsniðin að þínum þörfum – hvort sem þú ert lítið teymi eða stór stofnun.
Sérsniðin þjónusta
Reyndur hópur sérfræðinga í hótel-, veitinga- og ráðstefnuþjónustu tryggir réttar lausnir og árangursríkt samstarf.
Smelltu áfram til að hefja ferlið. Við höfum samband og finnum saman hvaða samningur hentar best fyrir fyrirtækið þitt. Afgreiðsla getur tekið allt að 3 - 5 virka daga.
Bókunarvefur fyrirtækja
Corporate booking tool (CBT)
Bókunarvefur Iceland Hotel Collection er opinn allan sólarhringinn og þú getur bókað gistingu á samningsverðum á 13 hótelum hringinn um landið þegar þér hentar .
|
|
Hvernig virkar ferlið?
- Sækja fyrst um aðgang – fylltu út umsóknareyðublað.
- Staðfesting frá okkur – við virkjum aðganginn innan 7–10 virkra daga.
- Skrá inn og bóka – þegar aðgangur er virkur getur þú byrjað að bóka strax á samningsverðum.
Fyrir Hilton hótelin okkar (Hilton Reykjavík Nordica, Iceland Parliament hótel, Reykjavík Konsúlat hótel og Canopy by Reykjavík City Centre) eru útbúnir sérstakir bókunarhlekkir
Ertu komin með aðgang? Smelltu hér til að skrá þig inn:

Fundar og viðburðar salir fyrir öll tækifæri
Við hjá Iceland Hotel Collection by Berjaya höfum yfir að ráða fjölbreyttri fundaraðstöðu um allt land, sem hentar bæði fyrir smærri fundi og stærri viðburði, s.s. ráðstefnur, námskeið og árshátíðir.
Endilega kynnið ykkur fundarsalina okkar eða sendið inn beiðni um fund með því að smella á linkinn.
Hvers vegna Iceland Hotel Collection by Berjaya?
- Frábær staðsetning: Hótelin eru staðsett á vinsælum áfangastöðum víðsvegar um landið.
- Persónuleg þjónusta: Lögð er áhersla á góða og faglega þjónustu.
- Þægindi og gæði: Rúmgóð herbergi og vel útbúin aðstaða fyrir gesti.
- Afsláttarkjör: Sértilboð og hagstæð verð fyrir beinar bókanir á vefsíðu.
- Fjölbreytni: Hvort sem þú leitar að lúxus eða hagkvæmni, þá finnur þú eitthvað fyrir alla hjá okkur.
- Kjörið fyrir viðskiptaferðir eða hópefli.
Ekki gleyma að skoða tilboðssíðuna okkar þar finnur þú fjölbreytt tilboð sem auðvelt er að útfæra sérstaklega fyrir fyrirtæki og hópa.


Góð gjöf til starfsmanna
Vantar þig gjöf fyrir starfsfólkið þitt. Við bjóðum góð kjör á gjafabréfum til fyrirtækja.
Finndu bestu gjöfina fyrir starfsfólkið þitt, ævintýralega upplifun og dýrmætar minninar.
Hafðu samband við sales@icehotels.is til að fá tilboð.