Nuddmeðferðir Parliament Spa
Klassískt heilsunudd
Þessi meðferð er hönnuð til að ná fram slökun og draga úr streitu. Fjölbreyttar nuddstrokur með meðalþrýstingi stuðla að hreyfingu blóðrásar og sogæðavökva. Markmiðið er að nudda þau svæði sem þar sem þú þarft mest á nuddi að halda. Hefðbundið sænskt heilsunudd sem eykur blóðflæði, liðkar stífa vöðva, dregur úr eymslum og er endurnærandi fyrir líkamann.
Djúpvöðvanudd
Þessi meðferð er hönnuð til að draga úr vöðvaspennu og vöðvabólgum. Nuddið er kröftugt með djúpum og þéttum nuddstrokum. Meðferðin hentar vel fyrir þau sem þjást af vöðvabólgu og eymslum í líkamanum. Endurnærandi og vöðvaslakandi meðferð sem dregur úr verkjum og bólgum.
Tælensk nuddmeðferð
Tælenskt nudd er aldagömul lækningaaðferð sem gerð er með orkupunktanuddi. Sagt er það lagi ekki aðeins líkamann heldur einnig andann. Orkupunktanudd er gert með þéttum strokum og djúpum þrýstingi. Nuddið eykur sveigjanleika í liðum, bætir líkamsstöðu, linar sársauka og örvar blóðrásina. Nuddið dregur úr bólgum og þreytu ásamt því að róa taugakerfið.
Heitsteinanudd
Heitsteinanudd er mjög vinsæl og áhrifarík nuddmeðferð. Notaðir eu upphitaðar slípaðir steinar sem meðferðaraðili notar sem framlengingu á hendi og nuddar með þeim. Einstaklega slakandi og notaleg nuddmeðferð sem veitir djúpa slökun og vellíðan.
Slökunarnudd / Relaxation massage
Þessi meðferð er hönnuð til að ná fram slökun og draga úr streitu. Fjölbreyttar nuddstrokur með meðalþrýstingi sem stuðla að hreyfingu blóðrásar og sogæðavökva. Markmið meðferðarinnar er að mýkja vöðva og draga úr spennu ásamt því að örva blóðrásina. Endurnærandi nuddmeðferð.
Parliament paranudd
Paranudd er fyrir þau sem vilja deila rými með ástvini eða einhverjum sem þeim þykir vænt um. Tveir nuddarar og tveir nuddbekkir eru í einu herbergi. Þægilegt og afslappandi umhverfi sem gefur pari eða vinum einstaka gæðastund saman. Paranudd er hannað til að gefa viðskiptavinum sérsniðinn nuddþrýsting í samræmi við þarfir líkamans. Notuð er blanda einstakra ilmkjarnaolía til að ná fram djúpri slökun og vellíðan.
Í 80 mín. paranuddi er boðið upp á tvö freyðivínsglös og sæta bitar til að deila.
Lúxusandlitsmeðferð
Endurnærandi og slakandi andlitsmeðferð sem styrkir og nærir húðina. Húðin á andlitinu er hituð með gufubaði og síðan yfirborðs- og djúphreinsuð. Axlir, háls, hendur, höfuð og andlit fá einstaklega slakandi og endurnærandi nudd. Virkur lúxusmaski, sem inniheldur fullkomið magn raka og kollagens, er borinn á andlitið. Krem, augnkrem og serum, sérvalin eftir húðgerð, eru borin á í lokin. Þessi meðferð gefur heilbrigt útlit og vellíðunartilfinningu.
Kobido andlitsnudd
Kobido andlitsnudd er náttúruleg japönsk andlitslyftingartækni. Nuddið einkennist af hröðum, þéttum og taktföstum nuddhreyfingum. Meðferðin hægir á öldrun húðarinnar, er endurnærandi og upplífgandi ásamt því að örva frumustarfsemi andlitsvöðvanna. Fyrir nuddið er andlitshúðin hreinsuð og tónuð.
Mælt er með að koma reglulega í kobido meðferð (á 6–10 vikna fresti) til að ná fram sem mestum árangri og hægja á sýnilegri öldrun í andliti.