Fara í efni

Vinna hjá okkur

Á hótelum okkar starfar frábær og fjölbreyttur hópur fólks, með skýr, sameiginleg markmið. Við berum virðingu fyrir gestum okkar og samstarfsmönnum. Þakklæti er leiðarljós okkar í samskiptum.

Skoða laus störf

Starfsmannastefna

Það er markmið fyrirtækisins að hafa yfir að ráða hæfu og metnaðarfullu starfsfólki sem er tilbúið að takast á við krefjandi verkefni í alþjóðlegu umhverfi. Berjaya Iceland Hotel leggja metnað sinn í að vera vinnustaður sem laðar til sín áhugasamt starfsfólk og leggur áherslu á að starfsmenn vinni sem ein heild, sýni ábyrgð og frumkvæði í starfi ásamt vilja til að takast á við ný og krefjandi verkefni. Leitast er við að efla faglega þróun starfsmanna svo þeir geti sem best sinnt starfi sínu, ráði við þær breytingar sem kunna að verða í nánustu framtíð og fái tækifæri til að vaxa og þroskast í starfi. Lögð er áhersla á vandað starfsmannaval og við ráðningu er leitað að fólki með tiltekna hæfni, viðhorf og gildi.

Ef þú hefur áhuga á að starfa á lifandi vinnustað þar sem fagmennska og metnaður er í fyrirrúmi, hvetjum við þig til að leggja inn umsókn.

 

 

 

Mannauður
placeholder

Jafnlaunastefna Berjaya Iceland Hotela

Markmið jafnlaunastefnunnar er að tryggja launajafnrétti innan fyrirtækisins með innleiðingu jafnlaunakerfis. Berjaya Iceland Hotel skuldbinda sig til að tryggja að jöfn laun séu greidd fyrir jafnverðmæt störf óháð kyni. Það er á ábyrgð stjórnenda að framfylgja stefnunni og tryggja að fyllsta jafnréttis sé gætt við launaákvarðanir. Forstöðumenn Berjaya Iceland Hotela setja fram jafnlaunamarkmið árlega sem mæld eru í launagreiningu. Forstöðumaður mannauðs og menningar er ábyrgur fyrir stöðugum umbótum á jafnlaunakerfi fyrirtækisins ásamt eftirliti með jafnlaunastefnunni. Jafnlaunastefna Berjaya Iceland Hotela er órjúfanlegur hluti af mannauðsstefnu félagsins. Jafnlaunastefnan er unnin í samræmi við lög nr. 150/2020 og skv. jafnlaunastaðlinum ÍST 85. 

 

 

 

Berjaya Iceland Hotel skuldbinda sig til að:

  • Innleiða vottað jafnlaunakerfi sem byggist á jafnlaunastaðlinum ÍST 85, skjalfesta og viðhalda.
  • Fylgja viðeigandi lagalegum kröfum og öðrum kröfum sem í gildi eru og áhrif hafa á jafnlaunakerfið og staðfesta árlega að þeim sé hlítt
  • Framkvæma árlega launagreiningu þar sem borin eru saman jafnverðmæt störf og kanna hvort það mælist munur á launum eftir kyni og bregðast við sé þess þörf
  • Bregðast við óútskýrðum launamun
  • Kynna stefnuna reglulega fyrir öllum starfsmönnum félagsins
  • Stefnan sé aðgengileg almenningi á vefsíðu félagsins
  • Setja fram og rýna jafnlaunamarkmið árlega

Stefna þessi nær til allra starfsmanna Berjaya Iceland Hotela.

Mannauður