Fara í efni

Hótelklassinn

Hlutverk Hótelklassans er að styðja við starfsmannastefnu félagsins með því að stuðla að faglegri þróun starfsmanna svo þeir geti sem best sinnt starfi sínu, ráði við þær áskoranir sem starfið felur í sér og fái tækifæri til að vaxa og þroskast í starfi.

Hótelklassinn heldur utan um fræðslu starfsmanna á öllum sviðum en öll þjálfun er byggð upp með tilliti til stefnu fyrirtækisins og þarfa starfsmanna þannig að tryggt sé að hún sé eins markviss og kostur er. Hluti af starfsemi Hótelklassans felst einnig í að halda utan um þjálfun og kennslu nema.

 

Vinnustaðanám hjá Berjaya Iceland Hotelum

Markmið hótelanna er að nemendur hljóti faglega menntun til að takast á við framtíðaráskoranir. Stærð og fjölbreytileiki hótelanna gera það að verkum að nemendum gefst kostur á gríðarlega fjölbreyttri menntun og reynslu innan þeirra starfa sem tilheyra greininni og njóta góðs af því fjölbreytta fræðslustarfi sem fer fram innan fyrirtækisins. Mikil áhersla er lögð á heilbrigðan starfsanda og er sérstaklega leitast eftir að efla yfirmenn eldhúsa og veitingastaða í hlutverki sínu sem leiðbeinendur og tilsjónarmenn.

Berjaya Iceland Hotels reka tvær hótelkeðjur, Berjaya Iceland Hotel og Edduhótel ásamt því að reka Hilton Reykjavík Nordica og Canopy Reykjavik. Veitingarekstur er stór hluti af rekstri hótelanna. Veitingastaðirnir VoxSatt, Geiri Smart og Slippbarinn eru reknir á hótelum keðjunnar á höfuðborgarsvæðinu, ásamt Aurora á Akureyri og á Héraði. Mikið og öflugt vinnustaðanám fer fram á veitingastöðum hótelanna.

 

placeholder
placeholder

Nemaþjálfun 

Nemar Berjaya Iceland Hotels hafa sinn meistara eða tilsjónarmann sem leiðbeinir og kennir þeim og undirbýr undir sveinspróf. Nemar á samningi hjá Berjaya Iceland Hotels njóta einnig góðs af því að Berjaya Iceland Hotels er stór vinnustaður þar sem starfar fjöldi meistara og fagfólks með ólíka þekkingu og deila þeir glaðir fróðleik og reynslu með nemunum. 

Reglulega eru haldnir svokallaðir nemadagar þar sem nemar fá þjálfun eða kennslu í hverju því sem ber hæst hverju sinni, hvort sem er sala og þjónusta eða sértæk kennsla eins kaffinámskeið. Einnig eru fengnir til liðs meistarar eða annað fagfólk innan húsa Berjaya Iceland Hotels til að deila þekkingu og reynslu.

Hægt er að sækja um nemastöður allan ársins hring. Í matreiðslu er samningstíminn 4 ár en í framreiðslu er hann þrjú ár. Á námstímanum eru nemendur að jafnaði í þrjár annir í skólanum en hinn hluti námsins fer fram á þeim vinnustað Berjaya Iceland Hotels sem nemi hefur samning.

Skilyrði
Til að sækja um nemastöðu þarf viðkomandi að vera jákvæður, hafa vilja til að læra og ná árangri og hafa gaman af að vinnu í líflegu og alþjóðlegu umhverfi. Æskilegt er að viðkomandi hafi lokið almennri braut matvælagreina.

Nánari upplýsingar veitir Gígja Magnúsdóttir: gigja(hjá)icehotels.is