Fara í efni

Hótelið

Á Héraði 

Berjaya Hérað Hotel er spennandi staður heim að sækja allt árið um kring. Hlýleiki og notalegheit eru allsráðandi í hönnuninni sem ber austfirsk einkenni Lagarfljótsormsins, hreindýra og villtra berja.

Stutt er í alla þjónustu en um leið er sveitakyrrðin ekki nema steinsnar í burtu. Andrúmsloftið er viðkunnalegt og þjónustan fagleg og vinaleg. Möguleikar til útivistar eru óteljandi hvort sem um fuglaskoðun, veiði eða fjallgöngur er að ræða, og hvað sem verður fyrir valinu er víst að náttúran og umhverfið er bæði skemmtilegt og spennandi.

Að loknum góðum degi er upplagt að fá sér austfirskar kræsingar á  veitingastað hótelsins sem býður upp á dýrindis mat úr heimahaga.

Berjaya Hérað Hótel

 

Berjaya Hérað Hótel

Græn og umhverfisvæn

Megin aðdráttarafl Íslands er hrein og ósnortin náttúra. Berjaya Iceland Hotels gera sér grein fyrir ábyrgð sinni gagnvart umhverfinu og starfar eftir alþjóðlegum staðli um umhverfisstjórnun, ISO 14001. Reykjavík Natura fékk þá vottun í júní 2012, fyrst hótela á Íslandi. Berjaya Iceland Hotels  vinna stöðugt að umbótum í umhverfismálum án þess að það komi niður á þjónustu við gesti.
 
Markmið í umhverfismálum:

  • Fara vel með auðlindir, draga úr úrgangi og auka endurvinnslu
  • Velja vörur og þjónustu með tilliti til umhverfisins
  • Leggja áherslu á að nota íslenskt hráefni og aðföng
  • Fylgja lögum og reglugerðum um umhverfismál og fara lengra þar sem við á
  • Upplýsa gesti um hvernig þeir geti tekið þátt með okkur
  • Fræða starfsfólk og þjónustuaðila um umhverfismál

 

Ævintýri á Egilsstöðum

Egilsstaðir eru skemmtilegur staður heim að sækja bæði vetur og sumar og tökum við vel á móti þér og þínum. Á Egilssstöðum og í nágrenni er náttúrufegurð mikil og almennt gott veðurfar. Nóg er um að vera, möguleikar til útivistar eru óteljandi hvort sem um er að ræða fuglaskoðun, veiði, fjallgöngur, sund, náttúrulaugar eða hreinlega að njóta góðs matar og slaka á. Tilvalið er að njóta unaðssemda lífsins á fyrsta flokks veitingastað hótelsins og leggja leið sína á barinn sem státar af svölum fyrir sólarlagsunnendur. Við leggjum okkur fram við að gera dvöl þína sem besta.

Berjaya Hérað Hótel