Fara í efni

Þjónusta

Við viljum að þú hafir það gott og skemmtilegt hjá okkur. Skemmtu þér á Reykjavík Marina.

  • Innritun er frá klukkan 15:00 á komudegi.
  • Útritun er fyrir 11 á hádegi á brottfarardegi.
  • Gestamóttakan er opin allan sólarhringinn.
  • Morgunverður er frá 06:30 til 10:00.
  • Vakna snemma - gríptu með þér "grab´n go" - pantað daginn áður

Wave Hair Salon

Wave Hair Salon á heima á Reykjavík Marina hótelinu. Alhliða hárgreiðslustofa þar sem þú getur dekrað extra mikið við þig með veitingum frá Slippbarnum.  

 

Slippbíó

Slippbíó er litríki bíósalurinn okkar sem hentar einkar vel fyrir smærri fundi, kynningar og fyrirlestra eða kvikmyndasýningu. Bíóið tekur 25 manns í sæti.

Slippbarinn

Þú bragðar á kokteil sem þú gleymir aldrei. Slippbarinn snýst um ógleymanleg augnablik.

Slippbarinn er fyrsti kokteilbarinn í Reykjavík og þar eru handverk í kringum gerð kokteila í hávegum höfð. Matur og drykkur byggja á klassískum grunni með snúningi en sérstaða barsins felst í einlægri nálgun og hugmyndafræðinni á bak við hvern kokteil og rétt á matseðlinum.