Fara í efni
Heim

Fundir & viðburðir | Akureyri

Fundir á Akureyri

Akureyri sem oft er nefndur höfuðstaður Norðurlands er frábær staður fyrir fundi sem og afþreyingu af ýmsum toga. Akureyri er einungis klukkustundar flugferð frá höfuðborginni.

Berjaya Akureyri hótel er vel staðsett og stutt í alla þjónustu. Fundarsalurinn okkar hentar mjög vel fyrir minni fundi og kynningar. Salurinn tekur allt að 40 manns og þar er að finna flestan nauðsynlegan tæknibúnað. Að sjálfsögðu bjóðum við svo upp á fundarveitingar og þá er tilvalið fyrir fyrirtæki og hópa að taka morgunverð, hádegisverð eða kvöldverð á veitingastaðnum okkar, Aurora.

 • Allt að 40 manns – hentar vel fyrir umræður og annað slíkt
 • Allar veitingar matreiddar á staðnum af kokkunum á Aurora
 • LCD skjár af fremstu gerð
 • Þráðlaust net
 • Hótel herbergi á hagstæðum kjörum fyrir fundargesti utan af landi
 • Frábær aðstaða fyrir kokteil að fundi loknum
 • Stutt í miðbæinn

Fundaraðstaða er undirbúin fyrir komu gesta og þjónar eru til aðstoðar yfir fundartíma. Veitingar eru bornar fram eftir óskum. Við aðstoðum þig við undirbúning og skipulag hvers viðburðar og bjóðum upp á vingjarnlegt andrúmsloft, fagmennsku og sveigjanleika.

placeholder

 

placeholder

Dagsfundarpakkar

FUNDARPAKKAR - AKUREYRI

Frekari upplýsingar má nálgast á netfanginu: aurora@icehotels.is eða í síma 518 1000

 

Veislur

Við á Berjaya Akureyri hótel bjóðum upp á fyrirtaks aðstöðu fyrir hvers kyns boð og veislur. Veislusalurinn okkar tekur upp í 100 manns í sitjandi veislu, auk þess sem hægt er að nota garðinn þegar vel viðrar.   Salurinn hentar vel fyrir fermingar, afmæli eða minni árshátíðir hjá fyrirtækjum og hópum. Við leggjum mikinn metnað í veisluseðla okkar búum yfir fyrsta flokks matreiðslufólki sem sér um veitingarnar og útbýr eftir þínum þörfum.
Hér má sjá helstu upplýsingar um veislusalinn okkar:

 • Allt að 100 manns í sæti
 • Gómsætur matseðill frá Aurora – allt eldað á staðnum
 • Hægt er að hafa tónlist allt til kl. 23:00
 • Hótelherbergi á hagstæðum kjörum fyrir veislu gesti

Þar sem hótelið er jafnan mikið bókað yfir sumartímann þarf að panta fyrir veislur með góðum fyrirvara.

Fyrirspurnir og pantanir sendist á  aurora@icehotels.is eða í síma 518 1000

placeholder

 

placeholder

Fundarfriður á Akureyri

 Akureyri er góður kostur fyrir þá sem vilja funda á huggulegum stað í höfuðborg norðursins. Í boði er góð aðstaða, fundarsalur og veitingar á hótelinu og gisting að sjálfsögðu.

Allar nánari upplýsingar og bókanir á sales@icehotels.is

Salur - 48m2
Með 93m2 forrými

40 manns - Bíó
30 manns - Skólastofa
15 manns - U borð 
25 manns - Langborð

Dæmi um það sem getur verið innifalið:

 • Gisting m/morgunverði
 • Fundarsalur (sjá mynd)
 • Þráðlaust internet
 • Skjávarpi HDMI
 • Blöð og pennar
 • Kaffi, te, vatn yfir daginn
 • Nýbakað meðlæti og ávextir, fyrir og eftir hádegi
 • Hádegisverður að hætti hótelsins
 • Kvöldverður, þriggja rétta matseðill