Fara í efni

Natura Spa

Heill heimur vellíðunar

Njóttu heitrar innilaugar og prófaðu að fljóta og slaka á. Við bjóðum upp á flotbúnað á staðnum. Við erum einnig með sauna, „white noise" herbergi og heitan saltvatnspott sem er ómissandi hluti af slökun í Natura Spa. Hægt er að koma sér vel fyrir í setustofunni okkar fyrir framan arininn og gleyma sér í amstri dagsins. Í setustofunni er hægt er að panta drykki og eftir kl: 15:00 á daginn er hægt að panta létta rétti.

Aðgangur að Heilsulind, sloppur og handklæði við komu ásamt vörum frá L'Occitane til notkunar í klefa:
Fullorðnir, 13 ára og eldri: 5.900 kr.

Aðgangseyrir fyrir hótelgesti er 3.800 kr.
Aðgangseyrir fyrir börn hótelgesta (yngir en 13 ára): 1.900 kr
Þú getur leigt baðföt hjá okkur fyrir 1.000 kr.

Bóka aðgang

Fyrir hópbókanir vinsamlegast hafið samband í síma 4444085 eða sendið email á naturaspa@icehotels.is

placeholder

 

placeholder

Taktu þér frí frá amstri dagsins og endurnærðu líkama og sál.

Á Natura Spa er boðið uppá fljölbreytt úrval nudd og snyrtimeðferða.
Við mælum við með að bóka í allar almennar nudd og snyrtimeðferðir á netinu.

Til þess að bóka í Heilsulind og Paranudd og/eða fá nánari upplýsingar um þær nudd- og snyrtimeðferðir sem eru í boði vinsamlegast hafið samband í síma 444 4085 eða í gegnum naturaspa@icehotels.is

Bóka nudd- og snyrtimeðferðir

Aðgangur að Heilsulind er innifalinn í öllum sérmeðferðum ásamt handkæði og slopp við komu.
Sérmeðferðir: nuddmeðferðir, andlitsböð, hand- og fótsnyrtingar.

Ef breyta þarf eða afbóka tíma, vinsamlegast gerið það fyrir kl:18:00 daginn áður eða lágmark 12 tímum fyrir pantaðan tíma. Ef afbókað er með skemmri fyrirvara verður 50% af gjaldi meðferðar sent til innheimtu í heimabanka.

 

Opnunartími Natura Spa:
Mánudaga til föstudaga 12:00 - 19:00*
Laugardag & sunnudaga 09:00 - 19:00 *
* Aðgangi er hætt 30 mín fyrir lokun

Opnunartími um verslunarmannahelgi:
Laugardagur 3. ágúst. 9:00 - 19:00
Sunnudagur 4. ágúst. 9:00 - 19:00
Mánudagur 5. ágúst. 11:00 - 16:00

Gjafabréf

Gefðu ógleymanlega upplifun, hægt er að kaupa gjafabréf í afgreiðslu Natura Spa eða ganga frá kaupum á netinu. Við erum líka með inneignarbréf og samsett gjafabréf t.d í Brunch og Spa.

Kaupa gjafabréf

Upplýsingar:
Sími: 444 4085
E-mail: naturaspa@icehotels.is
Facebook

 

placeholder