Natura Spa
Taktu þér stund frá amstri dagsins og endurnærðu líkama og sál.
Framvegis eru bókanir í nudd og snyrtimeðferðir á netinu, öllum nudd og snyrtimeðferðum yfir 11.000 kr. fylgir aðgangur að Heilsulind ásamt handklæði og slopp.
Vinsamlegast smelltu á hnappinn til að bóka og fá upplýsingar um þær nudd og snyrtimeðferðir sem eru í boði.
Afbókunar fyrirvari er 12 stundir, ef afbóað er með skemmri tíma er 50% af gjaldi meðferðar sent til innheimtu í heimabanka.
Til þess að bóka í heilsulind og paranudd og/eða fá nánari upplýsingar um þær nudd- og snyrtimeðferðir sem eru í boði vinsamlegast hafið samband í síma 444 4085 eða í gegnum naturaspa@icehotels.is
Heill heimur vellíðunar
Njóttu heitrar innilaugar og prófaðu að fljóta og slaka á. Við bjóðum upp á flotbúnað á staðnum. Við erum einnig með sauna, blautgufur og heitan saltvatnspott sem er ómissandi hluti af slökun í Natura Spa. Einnig er hægt að koma sér vel fyrir í setustofunni okkar fyrir framan arininn og gleyma sér í amstri dagsins. Hægt er að panta drykki og einnig eru léttir réttir í boði eftir kl. 15:00 á daginn.
Þú getur leigt baðföt hjá okkur fyrir 1.000 kr.
Opnunartími Natura Spa:
Mánudaga til föstudaga 12:00 - 19:00*
Laugardag & sunnudaga 09:00 - 19:00 *
Öll börn yngri en 13 ára eru velkomin milli 12:00 og 16:00 virka daga og 09:00 - 12:00 um helgar.
* Aðgangi er hætt 30 mín fyrir lokun
Fyrir nánari upplýsingar eða til að bóka hópa (fleiri en 6 manns) hafið samband í gegnum naturaspa@icehotels.is
Aðgangseyrir
Fullorðnir, 13 ára og eldri: 4.900 kr.
Börn 6-12: 2.450 kr. í fylgd með fullorðnum
Börn yngri en 6 ára: Frítt í fylgd með fullorðnum
Mest tvö börn með hverjum fullorðnum.
Aðgangseyrir fyrir hótelgesti er 3.500 kr.

Gjafabréf
Gefðu ógleymanlega upplifun, hægt er að kaupa gjafabréf í afgreiðslu Natura Spa eða ganga frá kaupum á netinu. Við erum líka með inneignarbréf og samsett gjafabréf t.d í Brunch og Spa.
Upplýsingar:
Sími: 444 4085
E-mail: naturaspa@icehotels.is
Facebook
Instagram