Fara í efni

Fundir og viðburðir

Glæsileg aðstaða og fyrsta flokks veitingaþjónusta

Iceland Parliament Hotel býður hina fullkomnu umgjörð um stóra og smáa viðburði, veislur og fundi, hátíðleg tilefni og hversdagsleg.

Hótelið er í hjarta Reykjavíkur, við Austurvöll, á krossgötum heimsálfa og mismunandi  menningarheima og við miðstöð lýðræðis, stjórnsýslu og viðskipta.

  • 6 mismunandi veislu- eða ráðstefnusalir sem auðveldlega er hægt að setja upp á mismunandi hátt eftir þörfum viðskiptavina
  • Í öllum rýmum er að finna skjávarpa, hljóðkerfi, blöð og penna
  • Veitingastaðurinn Hjá Jóni býður uppá fundarveitingar af öllum stærðum og gerðum sem framreidda eru á staðnum.
  • Möguleiki fyrir fundargesti að dekra við sig á Parliament Spa
  • Aðstoð við skipulagningu viðburða
  • Góð og persónuleg þjónusta

SJÁ NÁNAR

Fyrir frekari upplýsingar og pantanir:
Netfang: meetings(at)icehotels.is
Símanúmer: +354 444 4550

veislur

Sjálfstæðissalurinn

Glæsilegur veislusalur í hjarta borgarinnar

Í gegnum tíðina hefur salurinn gengið undir mörgum nöfnum og muna margir eftir honum sem skemmtistaðnum Nasa þar sem ótal böll og tónleikar hafa farið fram.

  • Hentar vel fyrir stærri veislur eða viðburði s.s. árshátíðir, ráðstefnur, tónleika, leiksýningar og fleira.
  • Salurinn rúmar allt að 250 manns
  • Í salnum er stórt svið
  • 3 skjáir eru í salnum fyrir ofan og sitthvoru megin við sviðið
  • Hægt er að skipuleggja salinn á ýmsa vegu eftir eðli viðburðarins. Í sumum tilfellum er tekið aukagjald fyrir uppröðun.
  •  Veitingastaður hótelsins, Hjá Jóni, sér um fundarveitingar.

Fyrir frekari upplýsingar og pantanir:
Netfang: meetings(at)icehotels.is
Símanúmer: +354 444 4565

 

 

Gamli kvennaskólinn

Einstök rými fyrir viðburði og veislur 

Hér var kvennaskólinn rekinn allt þar til hann fluttist á Fríkirkjuveg og hefur húsnæðið nú verið endurbyggt á glæsilegan máta þar sem nútíminn mætir hinu liðna.

  • Í húsinu eru 2 salir, Rauða herbergið á fyrstu hæð og Bláa herbergið á annarri hæð.
  • Hægt er að leigja rýmin í sitthvoru lagi eða saman.
  • Hámarksfjöldi gesta er 155 manns fyrir báða sali samtals
  • Einnig er hægt að leigja salina í tengslum við viðburði í Sjálfstæðissalnum
  • Salirnir henta best fyrir standandi boð t.d. fermingar, móttökur eða smærri kvöldverðarhóf
  • Veitingastaður hótelsins, Hjá Jóni, sér um fundarveitingar.
  • Skjávarpi er á staðnum og sætarými í sófum og stólum.

Fyrir frekari upplýsingar og pantanir:
Netfang: meetings(at)icehotels.is
Símanúmer: +354 444 4565

placeholder

 

placeholder

Fundarými 

Fjölbreyttir möguleikar á ráðstefnum og veislum af öllum toga sem og smærri, lágstemmdum fundum. 

Fundarými A,B og C eru staðsett á annarri hæð.

Fundarými A og B taka allt að 80 gesti en fjöldi gesta rúmast eftir uppstillingu salarins.

  • Hægt er að leigja rýmin í sitthvoru lagi eða opna á milli A og B og nota sem eitt rými
  • Skjár, skjávarpi, tengi fyrir tölvu og þráðlaust net til staðar.

Fundarými C rúmar 10 gesti

  • Skjár, tengi fyrir tölvu og þráðlaust net til staðar

Veitingastaður hótelsins, Hjá Jóni, sér um fundarveitingar

Hafið samband við okkur fyrir frekari upplýsingar og pantanir.
Netfang: meetings(hjá)icehotels.is
Símanúmer: +354 444 4565


Fyrirtækjasamningar 

Við leggjum okkur fram við að mæta þörfum fyrirtækja af öllum stærðum
og gerðum, hvort sem um er að ræða einyrkja eða stærstu fyrirtæki og 
stofnanir landsins.

Skoða nánar