Bættu jafnrétti við bókunina

Hvernig getur þú lagt þitt af mörkum?
Hluti af samstarfi Iceland Hotel Collection by Berjaya við UN Women á Ísland felur í sér að gefa gestum tækifæri til að styðja við starf UN Women á Íslandi með því að bæta við 500 kr við bókunina í bókunarferlinu og/eða við innritun á hótelin. Eins geta gestir keypt varning UN Women í litlu búðunum í móttökum hótelanna.
Upphæðin rennur óskipt til samtakanna sem og allt söluandvirði varanna sem til sölu eru á hótelunum.
Með því að bæta jafnrétti við bókunina eða kaupum á varningi UN Women tekur þú beinan þátt í að uppræta ofbeldi gegn konum og stúlkum á heimsvísu og styðja þær til áhrifa á öllum svið um samfélagsins.
Meginhlutverk UN Women er:
- Afnám ofbeldis gegn konum og stúlkum
- Kvenmiðuð neyðaraðstoð
- Útrýming fátæktar
- Að efla pólitíska þátttöku kvenna
- Konur, friður og öryggi
Lestu meira um samstarf Iceland Hotel Collection by Berjaya og UN Women á Íslandi.
Skilmálar
„Jafnrétti fyrir konur og stúlkur” er samstarfsverkefni UN Women á Íslandi og Iceland Hotel Collection by Berjaya. Í gegnum verkefnið býðst gestum Iceland Hotel Collection by Berjaya að styðja við UN Women á Íslandi með að minnsta kosti 500 króna fjárframlagi. Hótelið sem tekur við fjárframlaginu mun afhenda UN Women á Íslandi allt það fjármagn sem safnast í gegnum verkefnið, að frádregnum bankagjöldum eða áskildum sköttum, en án nokkurra aukagjalda eða annars frádráttar. Iceland Hotel Collection by Berjaya mun ekki hagnast á samstarfinu að neinu leyti. Fjárframlagið er ekki frádráttarbært frá skatti og gestir geta ekki óskað eftir kvittun frá UN Women á Íslandi vegna stuðningsins. UN Women á Íslandi lýsir ekki yfir stuðningi við einstök fyrirtæki, vörumerki, vörur eða þjónustu. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um starf UN Women á heimasíðu UN Women á Íslandi.