Hilton Reykjavík Spa - Meðgöngunudd 25 mín
Handhafi þessa gjafabréfs á inni 25 mínútna Meðgöngunudd á Hilton Reykjavík Spa á Hilton Reykjavík Nordica.
Í þessari meðferð er leitast við að mýkja vöðva og örva sogæðakerfi verðandi móður ásamt því að draga úr spennu, þreytu og örva blóðrás. Unnið er á heildrænan hátt og tekið tillit til þarfa hverrar konu fyrir sig. Í nuddinu er lífræn meðgönguolía frá Weleda notuð sem kemur í veg fyrir slit og húðin veður silkimjúk.
Nánari upplýsingar og tímapantanir á www.hiltonreykjavikspa.is
Vinsamlegast upplýsið um lengd meðgöngu þegar pantað er.