Heilsuhelgi á Akureyri
Komdu norður og upplifðu alvöru slökun á Berjaya Akureyri Hotel
Helgina 17 - 19. október stendur Berjaya Akureyri Hotel fyrir sannkallaðri slökunarhelgi.
Markmið helgarinnar er að endurnæra líkama og sál með notalegri slökun, ferð í Skógarböðin og ljúffengum mat.
Innifalið í pakkanum er eftirfarandi:
- Gisting í tvær nætur ásamt morgunverði
- Fordrykkur
- Kvöldverður á föstudegi á Aurora Restaurant*
- Bröns á laugardegi*
- Hljóðheilun/Gong - Hljóðheilari Harpa Dowan Howee
- Aðgangur í Skógarböðin
*Brönsinn samanstendur af þremur réttum af eigin vali af bröns seðli.
*Kvöldverður samanstendur af tveimur réttum af eigin vali af A la Carte seðli
Verð fyrir tvo í tvær nætur kr. 98.960,- per herbergi (49.480,- kr. á mann)
Verð fyrir einn í tvær nætur kr. 65.480,- per herbergi.
Virðisaukaskattur er innifalinn í verði. Gistináttaskattur mun bætast við verðið og greiðist við komu. Gistináttaskattur árið 2025 er 800 kr per herbergi per nótt.
Hljóðlækning eða hljóðheilun hefur í aldanna rás verið mjög áhrifarík leið til bata bæði á sál og líkama en Harpa Örvarsdóttir starfar sem heilari hjá Sálarrannsóknarfélaginu á Akureyri ásamt því að vera sjálfstætt starfandi heilari. Hún hefur lokið ásláttar námskeiðum á gong hjá Arnbjörgu Kristínu Konráðsdóttur ásamt því að vera með grunn í söng í söng- og tónlistarmenntun frá Tónlistarskólanum á Akureyri. Hljóðfærin sem Harpa leikur á eru gong, kristalskálar, shaman tromma, indíánaflauta og ýmis önnur minni hljóðfæri sem notuð eru til meðferðar til þess að hjálpa fólki að slaka á og draga úr streitu.
Dásamlegar 90 mínútur fyrir þá sem vilja bæta líðan sína með hljóði og djúpri slökun og njóta kyrrðar og hvíldar.
ATH: Takmarkað pláss í boði.
Nánari upplýsingar í síma 518 1000 eða á akureyri@icehotels.is
Um helgina verðum við með Nuddara á hótelinu. Hægt er að bóka tíma í nudd í síma 518 1000 eða á akureyri@icehotels.is
30 mín kr. 13.000,- og 50 mín kr. 17.000,-
Dagskrá helgarinnar
Dagur 1.
17. október 2025 (komudagur)
- Innritun á Berjaya Hotel Akureyri eftir kl. 15:00
- Kvöldverður á Aurora Restaurant, veitingastað hótelsins sem er opinn frá klukkan 18:00 – 21:00.
Gestir eiga frátekin borð þetta kvöld en mega endilega bóka borð með staðfestri tímasetningu við innritun á hótelið.
Dagur 2.
18. október
- Morgunverður milli kl. 08:00 og 10:00
- Tilvalið að fara í göngutúr í Lystigarðinum
- Brunch frá kl 12:00 til 14:00
- Rúta frá Berjaya Akureyri kl.14:15 í dásemdina í Pakkhúsinu i 90mínútna Gong slökun
- Rúta í Skógarböðin frá Pakkhúsinu kl. 16:15
- Rúta frá Skógarböðunum 19:00 eða 20:00
- Kvöldverður á eigin vegum
Dagur 3.
19.október (Brottfarar dagur)
- Morgunverður á milli kl. 08:00 og 10:00
- Athugið að útskráning af hóteli er klukkan 12:00
Athugið að gestir sem nýta sér þetta tilboð eru á eigin vegum utan þeirra tímasettu dagskrárliða sem listaðir eru hér að ofan.