Fara í efni
Heim

Hótelið

 
 
placeholder

Náttúrufegurð all um kring

Hér er fegurð íslenskrar náttúru í algleymingi, bæði náttúrufegurð Flúðasveitarinnar sjálfrar og svo eru perlurnar Gullfoss og Geysir í næsta nágrenni. Herbergin eru hin glæsilegustu og vel fer um gesti á hótelinu.

Flúðir eru mekka grænmetisræktunar og ber veitingastaður hótelsins merki um það en þar er ávallt nýupptekið grænmeti á boðstólum. Gestir hafa nóg við að vera við að til dæmis skoða gróðurhúsin, renna fyrir lax eða skella sér í útreiðatúr.

Margar góðar, stuttar sem langar, gönguleiðir eru í nágrenninu

 

 

 

Vagga grænmetisræktunar

Á Flúðum hefur jarðhiti verið nýttur til grænmetisræktunar í áraraðir og því ekki að ástæðulausu sem Flúðir hafa verið kallaðar vagga grænmetisræktunar á Íslandi. Gaman er að taka göngutúr um gróðurhúsin og þegar vel stemdur á hefur hótelstjórinn Margrét  jafnvel boðist til að leiðsegja hópum í gegnum gróðurhúsin.

Veitingastaður hótelsins  notar eingöngu ferskt grænmeti frá Flúðum allan ársins hring.

 

Berjaya Flúðir hótel

 

Berjaya Flúðir hótel

Hótelgarðurinn

Hótelgarðurinn er einstaklega fallegur og þar er stemmingin notaleg allt árið um kring, hvort sem er undir skinnábreiðum við arineld eða í heitum pottum í kyrrð miðnætursólarinnar eða dansandi norðurljósa.

Forvitnilegur fróðleikur

Á Flúðum er eina sveppaverksmiðja landsins.

Fundir á Flúðum eru oft óvenju árangursríkir