Fara í efni
Heim

Öll hótel opin

1. mars 2023

Vinsamlega athugið að öll hótel okkar eru opin. 

Verkföllum Eflingar hefur verið frestað og öll hótel undir merkjum Iceland Hotel Collection eru opin frá og með deginum í dag, 1. mars.
Þar með talið þau hótel sem var lokað tímabundið: Berjaya Reykjavik Marina Hotel, Berjaya Reykjavik Natura Hotel og Hilton Reykjavik Nordica. 

Við  þökkum skilninginn og samvinnuna undanfarnar tvær vikur og hlökkum til að taka á móti gestum á öllum okkar hótelum. 

Framkvæmdastjórn Iceland Hotel Collection by Berjaya

 

 


 

 

 

20. febrúar 2023

Það tilkynnist hér með að vegna verkfalla starfsmanna okkar hjá Eflingu sem hófst 20. febrúar sl. neyðist Iceland Hotel Collection by Berjaya til að afbóka allar hótelbókanir sem hér segir vegna óviðráðanlegra aðstæðna (Force Majeure).

Hótellokanir framundan
Frá og með 23. febrúar nk. tökum við ekki á móti gestum á eftirfarandi hótelum. Lokunin er ótímabundin.

  • Berjaya Reykjavík Natura Hotel
  • Hilton Reykjavík Nordica

Frá og með 25. febrúar nk. tökum við ekki á móti gestum á eftirfarandi hóteli. Lokunin er ótímabundin

  • Berjaya Reykjavík Marina Hotel

Þessar lokanir hafa ekki áhrif á þá gesti sem þegar hafa hafið dvöl á áðurnefndum hótelum, utan takmarkaðrar þjónustu þegar kemur að herbergjaþrifum og á veitingastað hótelsins.

Önnur hótel í okkar rekstri verða opin, eins og sakir standa, en eru fullbókuð og ekki er hægt að færa gesti af áðurnefndum hótelum sem verða lokuð yfir á opin hótel.

Þau hótel sem verða opin eru:

  • Alda Hotel Reykjavik
  • Canopy Reykjavik
  • Iceland Parliament Hotel
  • Reykjavik Konsúlat Hotel

Vinsamlega athugið að engin afbókunargjöld verða tekin þegar bókunum er breytt eða þær afbókaðar frá og með áðurnefndum dagssetningum fyrir viðkomandi hótel.

Til að breyta bókunum hafið samband við reservations@icehotels.is.

Við þökkum skilninginn og samvinnuna um leið og við biðjumst innilegrar velvirðingar á þeim óþægindum sem þessar óviðráðanlegu aðstæður kunna að valda.

Framkvæmdastjórn Iceland Hotel Collection by Berjaya