Á Reykjavík Natura hótelinu vaknarðu með náttúrufegurðina allt um kring og fuglasöngurinn í morgungöngunni bæði róar og gleður.
Röltið í miðbæinn er stutt og skemmtilegt og eftir glaðan dag í bænum er upplifunin í spa-inu óviðjafnanleg.
Á hótelinu er list og menning í hávegum höfð og þú nýtur þess að skoða þig um.
Maturinn á Satt er framleiddur af alúð og innlifun og svíkur engan og hvort sem þú situr úti á palli eða nýtur lifandi tónlistar yfir mat og drykk
máttu vera viss um að á Reykjavík Natura færðu alla þá þjónustu sem vænta má á fyrsta flokks hóteli.
Byrjaðu daginn vel – þegar þú bókar gistingu beint í gegnum vefsíðu Iceland Hotel Collection færðu dýrindis morgunverð án endurgjalds alla morgna meðan á dvölinni stendur.
Njóttu sértilboða, besta fáanlega verðsins og ljúffengrar byrjunar á deginum – aðeins þegar þú bókar beint á vefnum okkar.
- 220 herbergi og svítur
- Glæsilegur morgunverður
- Fjölskylduvænt
- Nauthólsvík í göngufæri
- Perlan
- Fallegar gönguleiðir í nágrenninu
- Rafhleðslustöðvar fyrir bíla
- Ókeypis morgunverður ef þú bókar beint á vefnum okkar